Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2022 15:15 Mark Goddard/GettyImages 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent