Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa sem fékk Brescia í heimsókn. Gaetano Masucci kom Pisa í forystu eftir 20 mínútna leik en sjálfsmark Brassans Nícolasar, sem er markvörður Pisa, þýddi að staðan var 1-1 í hléi.
Frakkinn Florian Ayé og Albaninn Emanuele Ndoj skoruðu svo sitthvort markið eftir hlé áður en Flavio Bianchi gulltryggði 4-1 sigur Brescia og er Pisa því úr leik.
Mikael Egill Ellertsson spilaði síðasta korterið er Spezia vann 5-1 heimasigur á Como. Cesc Fabregas var ekki með Como í leiknum en Angólamaðurinn M'Bala Zola skoraði tvö marka liðsins en Daniele Verde, David Strelec og Daniel Maldini skoruðu eitt mark hver.