Eldgosið kosti Grindavíkurbæ 60 milljónir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2022 20:07 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Halldórsson Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar býst við að eldgosið í Meradölum kosti bæinn um sextíu milljónir. Hann segir að bærinn muni leggja út fyrir verkefnum en að hugað verði að uppgjöri síðar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar verði lokaðar frá klukkan fimm í fyrramálið vegna vonskuveðurs. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt og verður staðan endurmetin seinna um daginn. Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og í Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu og hvassviðri og ekkert ferðaveður. Nokkuð magn af gasi frá eldgosinu mun leggjast yfir byggð á suðvesturhorninu og á Suðurlandi á morgun samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta en fólk beðið um að fylgjast með gasspám á vef Veðurstofunnar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að gríðarlegur kostnaður fylgi gosinu sem falli að miklu leyti á bæinn. „Ég held að bærinn hafi verið með fimmtíu til sextíu milljónir í nettókostnað í fyrra. Ætli það verði ekki eitthvað svipað núna þannig það tínist fljótt til.“ Fannar segir að kostnaður sem lendir á Grindarvíkurbæ vegna gossins verði gerður upp síðar. „Auðvitað er heilmikill kostnaður sem ríkisvaldið hefur af þessu líka og björgunarsveitir og aðrir slíkir sem eru bakkaðir upp af ydirvöldum. Einhver nettókostnaður verður eftir hjá okkur og við auðvitað leitum stuðnings þangað sem hann er að finna en skiljumst ekki við að ganga í verkið og vinna það sem þarf núna. Svo verður að sjá til með uppgjör þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Gossvæðinu lokað á morgun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn. 6. ágúst 2022 16:28 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að gosstöðvarnar verði lokaðar klukkan fimm í nótt og verður staðan endurmetin seinna um daginn. Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og í Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu og hvassviðri og ekkert ferðaveður. Nokkuð magn af gasi frá eldgosinu mun leggjast yfir byggð á suðvesturhorninu og á Suðurlandi á morgun samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta en fólk beðið um að fylgjast með gasspám á vef Veðurstofunnar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að gríðarlegur kostnaður fylgi gosinu sem falli að miklu leyti á bæinn. „Ég held að bærinn hafi verið með fimmtíu til sextíu milljónir í nettókostnað í fyrra. Ætli það verði ekki eitthvað svipað núna þannig það tínist fljótt til.“ Fannar segir að kostnaður sem lendir á Grindarvíkurbæ vegna gossins verði gerður upp síðar. „Auðvitað er heilmikill kostnaður sem ríkisvaldið hefur af þessu líka og björgunarsveitir og aðrir slíkir sem eru bakkaðir upp af ydirvöldum. Einhver nettókostnaður verður eftir hjá okkur og við auðvitað leitum stuðnings þangað sem hann er að finna en skiljumst ekki við að ganga í verkið og vinna það sem þarf núna. Svo verður að sjá til með uppgjör þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Gossvæðinu lokað á morgun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn. 6. ágúst 2022 16:28 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37
Gossvæðinu lokað á morgun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn. 6. ágúst 2022 16:28