Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 14:45 Fjölskyldan var í eintómum vandræðum í gærkvöldi. Aðsend/Hermann Valsson Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13