Enski boltinn

Everton vill Púllara til að stoppa í götin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Coady í leik gegn uppeldisfélaginu. Hann gæti verið á leið heim til Liverpool-borgar, en til að spila í bláa hlutanum.
Coady í leik gegn uppeldisfélaginu. Hann gæti verið á leið heim til Liverpool-borgar, en til að spila í bláa hlutanum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Everton leitar lifandi ljósi að miðverði eftir að tveir slíkir fóru meiddir af velli í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni við Chelsea um helgina. Leikmaður sem er uppalinn hjá Liverpool þykir tilvalinn.

Frank Lampard, stjóri Everton, hélt eflaust að hann hefði leyst varnarmannavandræði sín þegar hann festi kaup á James Tarkowski í sumar en hann kom frítt frá Burnley eftir að samningur hans rann út.

Auk hans eru Mason Holgate, Michael Keane, Yerry Mina og Ben Godfrey hjá félaginu sem geta leyst miðvarðarstöðuna. Bæði Mina og Godfrey fóru hins vegar meiddir af velli gegn Chelsea á laugardaginn var.

Godfrey fótbrotnaði illa og verður frá um hríð og Mina meiddist á ökkla og mun einnig vera frá um tíma.

Lampard vill því fá inn nýjan mann en enskir miðlar greina frá því að hann hafi auga á Conor Coady, fyrirliða Wolves, og að samningaviðræður milli félaganna sé komnar ágætlega á veg.

Coady er fæddur og uppalinn í Liverpool-borg en hefur alla tíð tilheyrt rauða hluta borgarinnar þar sem hann ólst upp hjá Liverpool og spilaði þar upp alla yngri flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×