Archer kaupir helming í Jarðborunum Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:02 Jarðboranir hf. hafa komið að yfir 300 jarðhitaborholum á síðustu tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50% hlutafjár í Jarðborunum hf. fyrir 8,25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,13 milljarða íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira