Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2022 10:00 Shawn Kemp, eða Reign Man eins og hann var kallaður, var einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á 10. áratug síðustu aldar. getty/Focus Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA. Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA.
Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira