Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2022 12:09 Náttúran er með sýningu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23