Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2022 12:09 Náttúran er með sýningu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23