Sagnfræðingurinn og Pulitzer-hafinn David McCullough látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2022 17:53 David McCullough við heimili sitt á eyjunni Martha's Vineyard í Massachusetts. AP/Steven Senne David McCullough, sagnfræðingur og tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið. Andlát Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira
Hann lést á sunnudag umkringdur fjölskyldu sinni í bænum Hingham í Massachussets í Bandaríkjunum, aðeins tveimur mánuðum á eftir Rosalee Barnes, eiginkonu sinni til 68 ára. Fjölskylda hans greindi frá þessu á Facebook og hefur dóttir hans, Dorie Lawson, staðfest fregnirnar. McCullough hlaut BA-gráðu í enskum bókmenntum frá Yale-háskóla 1955 og starfaði næstu tólf árin eftir það sem blaðamaður og ritstjóri hjá ýmsum tímaritum, fréttamiðlum og stofnunum. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, veitti David McCullough Frelsisorðuna árið 2006.AP/Pablo Martinez Monsivais Þá ákvað hann að snúa sér að skrifum og útgáfu eigin verka og 1968 gaf hann út sína fyrstu bók, The Johnstown Flood. Það var upphafið að löngum og farsælum rithöfundarferli sem innihélt fjölda bóka sagnfræðilegs eðlis. Meðal verka McCullough má nefna sagnfræðibækurnar 1776, The Wright Brothers, Truman og John Adams. Fyrir þær tvær síðastnefndu hlaut hann Pulitzer-verðlaun en þær voru einnig gerðar að kvikmynd og sjónvarpsþáttaseríu. McCullough vann sjálfur einnig í kvikmyndum, þá aðallega sem sögumaður ýmissa heimildamynda. Auk þess að fá tvisvar Pulitzer-verðlaun hlaut McCullough einnig Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2006, eina mestu viðurkenningu sem Bandaríkjamenn geta hlotið.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Sjá meira