Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 10:55 Eldgosið trekkir að. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi.
Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45