Eiríkur Guðmundsson látinn Jakob Bjarnar skrifar 9. ágúst 2022 12:36 Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er látinn, aðeins 52 ára að aldri. Vísir/Vilhelm Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal. Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Hann gat sér orð fyrir skapandi og vönduð efnistök, pistlar hans um menningar- og þjóðmál vöktu athygli og viðtöl hans við bókmenntafólk og aðra voru ígrunduð þannig að eftir var tekið. Reyndar er óhætt að fullyrða að Eiríkur hafi um árabil verið einn eftirtektarverðasti útvarpsmaður landsins. Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur var áhugamaður um tónlist, fékkst sjálfur við að leika á píanó og semja lög. Þá lét hann sé ekki nægja að fjalla um bókmenntir, sjálfur sendi hann frá sér skáldsögur. Sú fyrsta ber titilinn 39 þrep til glötunar, hún kom út árið 2004 og vakti þá þegar verulega athygli. Enginn byrjendabragur var á verkinu en seinna komu út bækurnar Undir himninum, 1983 og Ritgerð mín um sársaukann. Þá sendi Eiríkur frá sér bók sem fjallar um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Vísir ræddi við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann og birtist viðtalið í október 2018. Þar segir Eiríkur meðal annars: „Ég veit ekki hver ég er, og þess vegna skrifa ég. Þegar ég kemst að því hver ég er, hætti ég að skrifa og fer að semja tónlist, dægurlög. Það er mér ekki nóg að tala í útvarpið, jafn gaman og mér finnst að tala í útvarpið, ég elska það, en það er ýmislegt sem maður getur ekki sagt í útvarp, og maður færir það í skáldskap, ég skálda auðvitað í útvarpið, en svo er annað sem er hættulegra og það á ekki heima í útvarpi, heldur skáldskap.“ Er skáldskapur hættulegri en útvarpið? Býr meiri háski í því að sitja við skriftir en vera í beinni útsendingu? „Skáldskapur er hættulegasti hlutur í heimi. Hann er svo hættulegur að það ætti enginn að koma nálægt honum, og helst ekki lesa alvöru skáldskap. Það er ávísun á glötun. Beinar útsendingar eru hressandi, en fara sannarlega illa með mann, fari þær margar saman í röð eins og í mínu tilfelli, jafnvel lífshættulegar, eins og dæmin sanna. Ég hef upplifað það og gæti sagt af því langa sögu. En það er skáldskapurinn sem brjóst vor brennir, svo ég vitni í Stein sem kemur því miður mjög við sögu í minni bók.“ Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.
Andlát Bókmenntir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira