Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Vísir Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36
Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37