Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Vísir Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36
Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37