Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 18:17 Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, og blaðamennirnir fjórir. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að búið sé að taka aðra skýrslu af tveimur þeirra. Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og fyrrum meðlimur Kveiks, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Í febrúar á þessu ári var greint frá því að blaðamennirnir fjórir hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar. Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja var meðal annars notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en síma hans var stolið á meðan hann lá inni á sjúkrahúsi. Rannsókn löreglunnar miðast af því að kynferðislegt efni af Páli hafi verið í símanum og blaðamennirnir því grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Blaðamennirnir komu þó ekki nálægt símaþjófnaðinum en sá sem stal honum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings í málinu var yfirheyrslum þeirra frestað eftir að Aðalsteinn lagði fram kæru um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Máli Aðalsteins var vísað frá í Hæstarétti í mars. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en þar kemur fram að búið sé að taka aðra skýrslu af tveimur þeirra. Blaðamennirnir fjórir eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og fyrrum meðlimur Kveiks, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Í febrúar á þessu ári var greint frá því að blaðamennirnir fjórir hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar. Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um skæruliðadeild Samherja var meðal annars notast við gögn sem komu úr síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en síma hans var stolið á meðan hann lá inni á sjúkrahúsi. Rannsókn löreglunnar miðast af því að kynferðislegt efni af Páli hafi verið í símanum og blaðamennirnir því grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. Blaðamennirnir komu þó ekki nálægt símaþjófnaðinum en sá sem stal honum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um að blaðamennirnir hefðu stöðu sakbornings í málinu var yfirheyrslum þeirra frestað eftir að Aðalsteinn lagði fram kæru um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. Máli Aðalsteins var vísað frá í Hæstarétti í mars.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Boðað til mótmæla vegna yfirheyrsla á blaðamönnum Ungliðahreyfingar Pírata, Samfylkingar, Sósíalista, Viðreisnar og Vinstri grænna hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun. 18. febrúar 2022 11:13
Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent