Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:00 Birta Bjargardóttir bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi finnst ekkert mál að stökkva á milli Dýrafjarðar, Balí og London í búsetu. Birta er með B.Sc. gráðu í dýrafræði og mastersgráðu í vísinda- og menningarmiðlun, jógakennari og fleira. Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. Birta hefur starfað með þjóðarleiðtogum, unglingum, Hollywood stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum. Birta hefur ferðast og búið víða um heim og segist leggja áherslu á að starfa í flæði, eða „zone of genius“ frekar en „zone of competence.“ Munurinn þarna á milli felst í því að þegar að við störfum í flæði (e. zone of genius) nýtum við styrkleikana okkar til hins ýtrasta með því að starfa við það sem við elskum hvað mest. Algengara norm er hins vegar „zone of competence,“ en það þýðir að við erum í vinnu þar sem við stöndum okkur vel, en erum í raun eins og flestir aðrir og hvorki né minni í getu né ástríðu. Atvinnulífið mun í vikunni fjalla meira um þessar „zone“ skilgreiningar en þær eru kenndar við metsöluhöfundinn Gay Hendricks og bókina hans The Big Leap. Í dag ætlum við hins vegar að heyra sögu Birtu. Birta starfar í flæði eða því sem kallast á ensku zone of genius og þýðir að vinna sem best með styrkleikana og því sem við höfum ástríðu fyrir, í stað þess að starfa í zone of competence sem þýðir að við erum í vinnu þar sem við stöndum okkur vel en erum í raun eins og flestir aðrir. Fædd í kjallara í jógaskóla Fyrir ári síðan réði Birta sig sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri en Blábankinn er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð sem hefur það hlutverk að skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni. Á döfinni hjá Blábankanum er hinn árlegi nýsköpunarhemill Startup Westfjords og eins segist Birta vera búin að opna aftur fyrir bókanir í heilsumarkþjálfunina í haust. En við skulum byrja á byrjuninni. Birta er fædd árið 1977. Á þeim tíma voru heimafæðingar ekki jafn þekktar og nú er, en Birta fæddist þó í heimahúsi, nánar tiltekið í kjallara í jógaskóla í Skerjafirði. Birta segir skýringuna á þessu eflaust þá að foreldrar hennar hafi alla tíð talist frekar óhefðbundnir en á þessum tíma var móðir hennar nýbúin að stofna jógaleikskóla í Skerjafirðinum ásamt nokkrum öðrum jógum í gömlu húsi við Einarsnes. Horfandi til baka finnst Birtu reyndar táknrænt að hafa fæðst svona nálægt flugvelli því ferðalög hafa alla tíð skipað stóran sess í lífi Birtu. „Kannski verið á dagskrá hjá mér strax við fæðingu,“ segir Birta og hlær. Æskuna tengir Birta þó við hálöndin í Skotlandi. „Móðir mín var í doktorsnámi í sálfræði við Stirling háskóla í Skotlandi og við bjuggum því í skosku hálöndunum í nokkur ár. Þessi ár voru ein bestu árin mín í minningunni, algjört frelsi í skoskri náttúru, hlaupandi um fjöll og dali, að dást að gróðrinum og dýralífinu; íkornum, froskum og dádýrum. Heimsækja kastala og ég man til dæmis eftir vinafólki sem keyptu lítinn kastala til að gera upp en gátu ekki búið þar lengi því það var víst svo reimt þar.“ Þegar Birta var tíu ára fluttist fjölskyldan aftur til Íslands og viðurkennir Birta að þá hafi hún grátið mjög sárt og ekki viljað flytja. Ísland þekkti hún þó vel því þangað hafði fjölskyldan alltaf farið um jól. En það eru ekki bara árin í Skotlandi sem Birta segir að hafi haft mjög mótandi áhrif á sig. Því aðeins þriggja og hálfs árs var Birta greind með krabbamein. „Það er talið að krabbameinið hafi verið meðfætt og móðir mín lét ekki segjast fyrr en læknir hlustaði á hana og lét loks athuga þetta hjá mér. Mér var svo í raun bjargað af Sigurgeir Kjartanssyni skurðlækni og samstarfsfólki hans á Landakoti í byrjun níunda áratugarins, fór í stóra skurðaðgerð hjá þeim,“ segir Birta. Í dag er hún ekki í neitt meiri hættu en aðrir að fá krabbamein. Það hafi þó fylgt henni sem barn að vera undir eftirliti og nokkur tilvik komið upp sem blessunarlega reyndust aldrei vera alvarleg. Ég man ekki mikið eftir þessum tíma en alveg frá því að ég var orðin svona um tíu ára og farin að átta mig betur á veikindunum hef ég verið meðvituð um hversu hverfult lífið getur verið og hversu óskaplega heppin við erum að vera á lífi; að vera til og vera með góða heilsu, hversu lífið er dýrmætt. Þetta er engan veginn sjálfsagt.“ Þegar talið berst síðar að starfsframanum, minnist Birta aftur á krabbameinið og Skotland sem höfðu hvað mest mótandi áhrif á hana í æsku og segir: „Það er erfitt að segja til hvert lífið hefði legið hefði ekki verið fyrir þessi mótandi atriði í uppvextinum, Skotland og krabbameinið. Kannski hefði lífið samt bara legið sama veg. Hvað sem því líður þá hef ég ávallt verið fáránlega þakklát fyrir að vera til og svo í gegnum tíðina verið enn frekar minnt á dýrmæti þess, líka með sárum missi náinna ættingja og vina.“ Á þessari mynd má sjá Björgu Bjarnadóttur sálfræðing og móður Birtu (til vinstri) sem fæddi Birtu í kjallara í jógaskóla árið 1977 þegar heimafæðingar voru nánast óþekktar. Birta tengir æskuna sína mikið við hálöndin í Skotlandi því þar bjó fjölskyldan í nokkur ár þegar Björg var í doktorsnámi. Talar mörg tungumál og hefur ferðast víða Birta er með B.Sc. gráðu í dýrafræði og mastersgráðu í vísinda- og menningarmiðlun. En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? „Þegar ég var krakki langaði mig mest að verða geimfari. Ég pældi mikið í himingeimnum og var með miklar heimspekilegar vangaveltur á hverju kvöldi þegar ég átti að vera að fara að sofa. Reyndar hélt ég líka mjög reglulegar leiksýningar heima hjá mér og úti í garði fyrir gesti og gangandi og ég var líka rosalega mikið að teikna og skapa með höndunum. Kannski blundaði í mér leikari og listamaður líka,“ segir Birta en bætir við: Hins vegar við lok menntaskólaaldurs var ég komin meira á það að ætla að bjarga heiminum og öllum dýrunum í heiminum. Ég gerðist grænmetisæta og síðar vegan út frá siðferðilegum pælingum og dýravelferð, fór til Kosta Ríka að vinna með villtum dýrum og í framhaldi af því fór ég í háskólanám í dýrafræði og því næst í mastersnám í vísindamiðlun. Sem sagt, bjarga heiminum á einni nóttu og verða kvenkyns útgáfan af goðinu mínu, David Attenborough!“ Samhliða þessu var Birta alltaf að bæta við sig í andlegum fræðum sem og í kunnáttu í vegan eldamennsku. Árið 2003 fékk hún fyrstu jógakennararéttindin sín og hefur síðan þá bætt ýmsum slíkum réttindum við sig, auk þess að læra markþjálfun, heilsumarkþjálfun, og verið í vegan kokkanámi og vegan næringarnámi. „Ég hef viljað breiða út boðskapinn um hversu dýrmætt lífið er hægri vinstri og það endurspeglast vel í starfinu mínu sem heilsumarkþjálfi. Ég er með rosalega mikla ástríðu til að hjálpa öðrum, finna lausnir saman, hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfu sér, vera klappstýran þeirra, hjálpa þeim að hafa trú á sjálfu sér, að elska sig, að sjá hið jákvæða og horfa björtum augum á framtíðina og vera skapandi. Hvort sem er í starfi eða stofnun fyrirtækja, í nýsköpun eða í persónulegu lífi.“ Birta hefur búið hálfa ævina erlendis og talar mörg tungumál. Til dæmis er hún þessa dagana að bæta við indónesísku kunnáttuna. Enda segir hún íslenska vegabréfið sitt sína verðmætustu veraldlegu eign. „Ég bjó í Skotlandi sem barn, fór til Wales í B.Sc. nám í háskóla og var líka í námi og starfi bæði í Bath og London,“ segir Birta og viðurkennir að hún sé í raun breskari í sér en íslensk. „Svo hef ég líka dvalið langdvölum í Kosta Ríka, á Kúbu, í Argentínu og á Balí í Indónesíu, ásamt því að hafa ferðast ansi víða en auðvitað ekki nóg ennþá.“ Birta segir vinnuna mjög oft mikið rædda í heilsumarkþjálfun hjá sér enda sé mikilvægt að fólk upplifi ánægju og ástríðu í starfi; lífið sé hreinlega of verðmætt. Hér er Birta í fallegri náttúru Dýrafjarðar þangað sem hópur fólks mun flykkjast í haust til að taka þátt í Startup Westfjords. Að starfa í „zone of genius“: Ástríðan og styrkleikarnir „Ég elska að kynnast nýju fólki, alls staðar að úr heiminum og með ýmsan bakgrunn. Þetta hefur þá færst yfir á starfsvettvanginn líka og ég segi oft að ég geti unnið með hverjum sem er, hafandi unnið með þjóðarleiðtogum, unglingum, Hollywood leikurum, vísindamönnum og villtum dýrum. Ókei, villtu dýrin eru auðvitað ekki fólk en mörg þeirra eru nú samt ansi mennsk. Ég nefni sérstaklega letidýrin í Kosta Ríka og apategundirnar fjórar sem þar eru,“ segir Birta þegar talið berst að starfsframanum. Í starfi var Birta reyndar í nokkur ár beintengd því sem hún lærði í háskóla. „Ég var til dæmis deildarstjóri upplýsingadeildar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í nokkur ár og hef unnið fyrir ýmis náttúruverndarsamtök, eins og Landvernd og Framtíðarlandið, og stofnanir eins og Landgræðsluna og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.“ Birta segir starfsreynsluna sína síðan smátt og smátt hafa byggt upp yfirfæranlegri færni (e. transferable skills) og mjúka færnin (e. soft skills) hefur nýst vel, ekki síst í mannlegum samskiptum. Sem skilaði því að síðustu árin hefur hún þróast meira í alls kyns verkefnastjórnun á ólíkum sviðum, verið með mannaforráð allt frá fimm starfsmönnum í fimmtíu starfsmenn, unnið að alls kyns upplýsingamiðlun, skapandi verkefnum, haft yfirsýn yfir verkefni og svo framvegis. Lengi hafi hún líka tekið þátt í alls kyns nýsköpunarpælingum og með dagvinnu hefur hún alltaf kennt jóga samhliða. Saman hafi þessi vegferð skilað því að nú er hún meðvituð um að starfa í „zone of genius“ eins og nefnt var hér að framan. „Að starfa í svona verkefnum í svona flæði gefur mér svo mikla orku, til viðbótar við að næra aðra. Og staðreyndin er sú að þegar við hjálpum okkur sjálfum verðum við betur í stakk búin til að hjálpa öðrum og bæta heiminn. Hjá mér var ástríðan orðin augljósari með aldri, þroska og reynslu og það að starfa undir skilgreiningunni zone of genius sameinar svo mörg áhugamál og þætti sem ég er góð í.“ Sjálf trúir Birta því að öll höfum við tilgang og ástæðu fyrir tilveru okkar. Og þar með rétt til að grípa lífið glóðvolgt og gera það besta úr því. Lífið er of stutt til að drepast úr leiðindum. Það er alltaf hægt að gera eitthvað til að bæta aðstæðurnar. Kannski erum við föst í óspennandi starfi, en nauðsynlegu sökum launanna. En þá er hægt að finna aðrar leiðir til að sjá það góða í því litla.“ Birta segir alltaf hægt að gera eitthvað til að bæta aðstæðurnar. Ef fólk er til dæmis fast í óspennandi starfi vegna launa og framfærslu, er samt hægt að finna leiðir til að sjá það góða í því litla. Góðu ráðin: Berjamó og Byltingarpakki Eins og áður sagði er nýsköpunarhemillinn Startup Westfjords framundan en hann hefur Blábankinn haldið frá árinu 2017. Að þessu sinni fer hann fram yfir tvær helgar, 24.-25.september og 1.-2.október. Nánar er hægt að lesa um nýsköpunarhemilinn og dagskrá hans hér. „Við tölum um hemil frekar en hraðal því í Startup Westfjords leggjum við mikla áherslu á að fólk geti notið sín og hinnar stórkostlegu náttúru í Dýrafirðinum. Að vera í friði og ró, að geta staldrað við og leyft sköpunarkraftinum að koma í kyrrðinni, að vera í hægstreyminu, frekar en að vera með of þétta dagskrá keyrða áfram á 120 kílómetra hraða.“ Samhliða þessu er formleg dagskrá með leiðbeinendum og fyrirlestrum en í frjálsu tímunum eru þátttakendur hvattir til að vera í náttúrunni, fara í berjamó, tína sveppi, fara í sjósund, taka sér síðdegislúr eða verja tímanum með nýjum vinum. Að sögn Birtu munu næstu dagar og vikur einkennast af undirbúningi fyrir nýsköpunarhemilinn. En á þessum árstíma er alltaf vinsælt líka að skrá sig í heilsumarkþjálfun. Birta hefur því nú aftur opnað fyrir bókanir eftir sumartímann og segir enn örfá pláss í einstaklingsmiðaða þjálfun. Til dæmis í Byltingarpakkann (e. Holistic Health and Wellness Breakthrough Package) sem lesa má um hér. Birta segir vinnuna einmitt oft mikið rædda í heilsumarkþjálfun. Til dæmis sé oft komið inn á starfsánægju og mikilvægi hennar. Lífið er dýrmætt, það er stutt og hverfult. Við verðum að njóta þess að vera til og gera gott úr því, það á líka við um starfið okkar.“ Í heilsumarkþjálfuninni er auðvitað líka komið inn á aðra þætti eins og sambönd, líkamlega og andlega heilsu, svefn, ástríðumálefni og fleira. „Allt tengist þetta hvort sem er og einmitt þess vegna titla ég mig sem heildrænan heilsumarkþjálfa sem á ensku er kallað Holistic health and wellness coach.“ Sjálf segist Birta þó ekkert öðruvísi en annað fólk. Hún sé því ekkert þannig að alla daga vakni hún með bros á vör og hreinlega stökkvi fram úr rúminu full af ástríðu fyrir lífinu. „En þá er líka gott að hafa tæki og tól sem ég nota og virka til að koma manni úr lægðinni,“ segir Birta og bætir við: „Við verðum að grípa lífið glóðvolgt, við eigum bara þetta eina líf og hreinlega verðum að gera gott úr því. Lífið er ekki generalprufa heldur er þetta eina sýningin.“ Íslendingar erlendis Heilsa Nýsköpun Ísafjarðarbær Starfsframi Jóga Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Birta hefur starfað með þjóðarleiðtogum, unglingum, Hollywood stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum. Birta hefur ferðast og búið víða um heim og segist leggja áherslu á að starfa í flæði, eða „zone of genius“ frekar en „zone of competence.“ Munurinn þarna á milli felst í því að þegar að við störfum í flæði (e. zone of genius) nýtum við styrkleikana okkar til hins ýtrasta með því að starfa við það sem við elskum hvað mest. Algengara norm er hins vegar „zone of competence,“ en það þýðir að við erum í vinnu þar sem við stöndum okkur vel, en erum í raun eins og flestir aðrir og hvorki né minni í getu né ástríðu. Atvinnulífið mun í vikunni fjalla meira um þessar „zone“ skilgreiningar en þær eru kenndar við metsöluhöfundinn Gay Hendricks og bókina hans The Big Leap. Í dag ætlum við hins vegar að heyra sögu Birtu. Birta starfar í flæði eða því sem kallast á ensku zone of genius og þýðir að vinna sem best með styrkleikana og því sem við höfum ástríðu fyrir, í stað þess að starfa í zone of competence sem þýðir að við erum í vinnu þar sem við stöndum okkur vel en erum í raun eins og flestir aðrir. Fædd í kjallara í jógaskóla Fyrir ári síðan réði Birta sig sem bankastjóri Blábankans á Þingeyri en Blábankinn er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð sem hefur það hlutverk að skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni. Á döfinni hjá Blábankanum er hinn árlegi nýsköpunarhemill Startup Westfjords og eins segist Birta vera búin að opna aftur fyrir bókanir í heilsumarkþjálfunina í haust. En við skulum byrja á byrjuninni. Birta er fædd árið 1977. Á þeim tíma voru heimafæðingar ekki jafn þekktar og nú er, en Birta fæddist þó í heimahúsi, nánar tiltekið í kjallara í jógaskóla í Skerjafirði. Birta segir skýringuna á þessu eflaust þá að foreldrar hennar hafi alla tíð talist frekar óhefðbundnir en á þessum tíma var móðir hennar nýbúin að stofna jógaleikskóla í Skerjafirðinum ásamt nokkrum öðrum jógum í gömlu húsi við Einarsnes. Horfandi til baka finnst Birtu reyndar táknrænt að hafa fæðst svona nálægt flugvelli því ferðalög hafa alla tíð skipað stóran sess í lífi Birtu. „Kannski verið á dagskrá hjá mér strax við fæðingu,“ segir Birta og hlær. Æskuna tengir Birta þó við hálöndin í Skotlandi. „Móðir mín var í doktorsnámi í sálfræði við Stirling háskóla í Skotlandi og við bjuggum því í skosku hálöndunum í nokkur ár. Þessi ár voru ein bestu árin mín í minningunni, algjört frelsi í skoskri náttúru, hlaupandi um fjöll og dali, að dást að gróðrinum og dýralífinu; íkornum, froskum og dádýrum. Heimsækja kastala og ég man til dæmis eftir vinafólki sem keyptu lítinn kastala til að gera upp en gátu ekki búið þar lengi því það var víst svo reimt þar.“ Þegar Birta var tíu ára fluttist fjölskyldan aftur til Íslands og viðurkennir Birta að þá hafi hún grátið mjög sárt og ekki viljað flytja. Ísland þekkti hún þó vel því þangað hafði fjölskyldan alltaf farið um jól. En það eru ekki bara árin í Skotlandi sem Birta segir að hafi haft mjög mótandi áhrif á sig. Því aðeins þriggja og hálfs árs var Birta greind með krabbamein. „Það er talið að krabbameinið hafi verið meðfætt og móðir mín lét ekki segjast fyrr en læknir hlustaði á hana og lét loks athuga þetta hjá mér. Mér var svo í raun bjargað af Sigurgeir Kjartanssyni skurðlækni og samstarfsfólki hans á Landakoti í byrjun níunda áratugarins, fór í stóra skurðaðgerð hjá þeim,“ segir Birta. Í dag er hún ekki í neitt meiri hættu en aðrir að fá krabbamein. Það hafi þó fylgt henni sem barn að vera undir eftirliti og nokkur tilvik komið upp sem blessunarlega reyndust aldrei vera alvarleg. Ég man ekki mikið eftir þessum tíma en alveg frá því að ég var orðin svona um tíu ára og farin að átta mig betur á veikindunum hef ég verið meðvituð um hversu hverfult lífið getur verið og hversu óskaplega heppin við erum að vera á lífi; að vera til og vera með góða heilsu, hversu lífið er dýrmætt. Þetta er engan veginn sjálfsagt.“ Þegar talið berst síðar að starfsframanum, minnist Birta aftur á krabbameinið og Skotland sem höfðu hvað mest mótandi áhrif á hana í æsku og segir: „Það er erfitt að segja til hvert lífið hefði legið hefði ekki verið fyrir þessi mótandi atriði í uppvextinum, Skotland og krabbameinið. Kannski hefði lífið samt bara legið sama veg. Hvað sem því líður þá hef ég ávallt verið fáránlega þakklát fyrir að vera til og svo í gegnum tíðina verið enn frekar minnt á dýrmæti þess, líka með sárum missi náinna ættingja og vina.“ Á þessari mynd má sjá Björgu Bjarnadóttur sálfræðing og móður Birtu (til vinstri) sem fæddi Birtu í kjallara í jógaskóla árið 1977 þegar heimafæðingar voru nánast óþekktar. Birta tengir æskuna sína mikið við hálöndin í Skotlandi því þar bjó fjölskyldan í nokkur ár þegar Björg var í doktorsnámi. Talar mörg tungumál og hefur ferðast víða Birta er með B.Sc. gráðu í dýrafræði og mastersgráðu í vísinda- og menningarmiðlun. En hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? „Þegar ég var krakki langaði mig mest að verða geimfari. Ég pældi mikið í himingeimnum og var með miklar heimspekilegar vangaveltur á hverju kvöldi þegar ég átti að vera að fara að sofa. Reyndar hélt ég líka mjög reglulegar leiksýningar heima hjá mér og úti í garði fyrir gesti og gangandi og ég var líka rosalega mikið að teikna og skapa með höndunum. Kannski blundaði í mér leikari og listamaður líka,“ segir Birta en bætir við: Hins vegar við lok menntaskólaaldurs var ég komin meira á það að ætla að bjarga heiminum og öllum dýrunum í heiminum. Ég gerðist grænmetisæta og síðar vegan út frá siðferðilegum pælingum og dýravelferð, fór til Kosta Ríka að vinna með villtum dýrum og í framhaldi af því fór ég í háskólanám í dýrafræði og því næst í mastersnám í vísindamiðlun. Sem sagt, bjarga heiminum á einni nóttu og verða kvenkyns útgáfan af goðinu mínu, David Attenborough!“ Samhliða þessu var Birta alltaf að bæta við sig í andlegum fræðum sem og í kunnáttu í vegan eldamennsku. Árið 2003 fékk hún fyrstu jógakennararéttindin sín og hefur síðan þá bætt ýmsum slíkum réttindum við sig, auk þess að læra markþjálfun, heilsumarkþjálfun, og verið í vegan kokkanámi og vegan næringarnámi. „Ég hef viljað breiða út boðskapinn um hversu dýrmætt lífið er hægri vinstri og það endurspeglast vel í starfinu mínu sem heilsumarkþjálfi. Ég er með rosalega mikla ástríðu til að hjálpa öðrum, finna lausnir saman, hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfu sér, vera klappstýran þeirra, hjálpa þeim að hafa trú á sjálfu sér, að elska sig, að sjá hið jákvæða og horfa björtum augum á framtíðina og vera skapandi. Hvort sem er í starfi eða stofnun fyrirtækja, í nýsköpun eða í persónulegu lífi.“ Birta hefur búið hálfa ævina erlendis og talar mörg tungumál. Til dæmis er hún þessa dagana að bæta við indónesísku kunnáttuna. Enda segir hún íslenska vegabréfið sitt sína verðmætustu veraldlegu eign. „Ég bjó í Skotlandi sem barn, fór til Wales í B.Sc. nám í háskóla og var líka í námi og starfi bæði í Bath og London,“ segir Birta og viðurkennir að hún sé í raun breskari í sér en íslensk. „Svo hef ég líka dvalið langdvölum í Kosta Ríka, á Kúbu, í Argentínu og á Balí í Indónesíu, ásamt því að hafa ferðast ansi víða en auðvitað ekki nóg ennþá.“ Birta segir vinnuna mjög oft mikið rædda í heilsumarkþjálfun hjá sér enda sé mikilvægt að fólk upplifi ánægju og ástríðu í starfi; lífið sé hreinlega of verðmætt. Hér er Birta í fallegri náttúru Dýrafjarðar þangað sem hópur fólks mun flykkjast í haust til að taka þátt í Startup Westfjords. Að starfa í „zone of genius“: Ástríðan og styrkleikarnir „Ég elska að kynnast nýju fólki, alls staðar að úr heiminum og með ýmsan bakgrunn. Þetta hefur þá færst yfir á starfsvettvanginn líka og ég segi oft að ég geti unnið með hverjum sem er, hafandi unnið með þjóðarleiðtogum, unglingum, Hollywood leikurum, vísindamönnum og villtum dýrum. Ókei, villtu dýrin eru auðvitað ekki fólk en mörg þeirra eru nú samt ansi mennsk. Ég nefni sérstaklega letidýrin í Kosta Ríka og apategundirnar fjórar sem þar eru,“ segir Birta þegar talið berst að starfsframanum. Í starfi var Birta reyndar í nokkur ár beintengd því sem hún lærði í háskóla. „Ég var til dæmis deildarstjóri upplýsingadeildar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í nokkur ár og hef unnið fyrir ýmis náttúruverndarsamtök, eins og Landvernd og Framtíðarlandið, og stofnanir eins og Landgræðsluna og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna.“ Birta segir starfsreynsluna sína síðan smátt og smátt hafa byggt upp yfirfæranlegri færni (e. transferable skills) og mjúka færnin (e. soft skills) hefur nýst vel, ekki síst í mannlegum samskiptum. Sem skilaði því að síðustu árin hefur hún þróast meira í alls kyns verkefnastjórnun á ólíkum sviðum, verið með mannaforráð allt frá fimm starfsmönnum í fimmtíu starfsmenn, unnið að alls kyns upplýsingamiðlun, skapandi verkefnum, haft yfirsýn yfir verkefni og svo framvegis. Lengi hafi hún líka tekið þátt í alls kyns nýsköpunarpælingum og með dagvinnu hefur hún alltaf kennt jóga samhliða. Saman hafi þessi vegferð skilað því að nú er hún meðvituð um að starfa í „zone of genius“ eins og nefnt var hér að framan. „Að starfa í svona verkefnum í svona flæði gefur mér svo mikla orku, til viðbótar við að næra aðra. Og staðreyndin er sú að þegar við hjálpum okkur sjálfum verðum við betur í stakk búin til að hjálpa öðrum og bæta heiminn. Hjá mér var ástríðan orðin augljósari með aldri, þroska og reynslu og það að starfa undir skilgreiningunni zone of genius sameinar svo mörg áhugamál og þætti sem ég er góð í.“ Sjálf trúir Birta því að öll höfum við tilgang og ástæðu fyrir tilveru okkar. Og þar með rétt til að grípa lífið glóðvolgt og gera það besta úr því. Lífið er of stutt til að drepast úr leiðindum. Það er alltaf hægt að gera eitthvað til að bæta aðstæðurnar. Kannski erum við föst í óspennandi starfi, en nauðsynlegu sökum launanna. En þá er hægt að finna aðrar leiðir til að sjá það góða í því litla.“ Birta segir alltaf hægt að gera eitthvað til að bæta aðstæðurnar. Ef fólk er til dæmis fast í óspennandi starfi vegna launa og framfærslu, er samt hægt að finna leiðir til að sjá það góða í því litla. Góðu ráðin: Berjamó og Byltingarpakki Eins og áður sagði er nýsköpunarhemillinn Startup Westfjords framundan en hann hefur Blábankinn haldið frá árinu 2017. Að þessu sinni fer hann fram yfir tvær helgar, 24.-25.september og 1.-2.október. Nánar er hægt að lesa um nýsköpunarhemilinn og dagskrá hans hér. „Við tölum um hemil frekar en hraðal því í Startup Westfjords leggjum við mikla áherslu á að fólk geti notið sín og hinnar stórkostlegu náttúru í Dýrafirðinum. Að vera í friði og ró, að geta staldrað við og leyft sköpunarkraftinum að koma í kyrrðinni, að vera í hægstreyminu, frekar en að vera með of þétta dagskrá keyrða áfram á 120 kílómetra hraða.“ Samhliða þessu er formleg dagskrá með leiðbeinendum og fyrirlestrum en í frjálsu tímunum eru þátttakendur hvattir til að vera í náttúrunni, fara í berjamó, tína sveppi, fara í sjósund, taka sér síðdegislúr eða verja tímanum með nýjum vinum. Að sögn Birtu munu næstu dagar og vikur einkennast af undirbúningi fyrir nýsköpunarhemilinn. En á þessum árstíma er alltaf vinsælt líka að skrá sig í heilsumarkþjálfun. Birta hefur því nú aftur opnað fyrir bókanir eftir sumartímann og segir enn örfá pláss í einstaklingsmiðaða þjálfun. Til dæmis í Byltingarpakkann (e. Holistic Health and Wellness Breakthrough Package) sem lesa má um hér. Birta segir vinnuna einmitt oft mikið rædda í heilsumarkþjálfun. Til dæmis sé oft komið inn á starfsánægju og mikilvægi hennar. Lífið er dýrmætt, það er stutt og hverfult. Við verðum að njóta þess að vera til og gera gott úr því, það á líka við um starfið okkar.“ Í heilsumarkþjálfuninni er auðvitað líka komið inn á aðra þætti eins og sambönd, líkamlega og andlega heilsu, svefn, ástríðumálefni og fleira. „Allt tengist þetta hvort sem er og einmitt þess vegna titla ég mig sem heildrænan heilsumarkþjálfa sem á ensku er kallað Holistic health and wellness coach.“ Sjálf segist Birta þó ekkert öðruvísi en annað fólk. Hún sé því ekkert þannig að alla daga vakni hún með bros á vör og hreinlega stökkvi fram úr rúminu full af ástríðu fyrir lífinu. „En þá er líka gott að hafa tæki og tól sem ég nota og virka til að koma manni úr lægðinni,“ segir Birta og bætir við: „Við verðum að grípa lífið glóðvolgt, við eigum bara þetta eina líf og hreinlega verðum að gera gott úr því. Lífið er ekki generalprufa heldur er þetta eina sýningin.“
Íslendingar erlendis Heilsa Nýsköpun Ísafjarðarbær Starfsframi Jóga Tengdar fréttir Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01