Reyndi að þvinga bíl af veginum, negldi aftan á hann og flúði af vettvangi Magnús Jochum Pálsson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. ágúst 2022 19:46 Afturhliðin á bíl Haraldar sem hann segir að sé illa farinn þó það sjáist ekki mjög á myndinni. Til vinstri má sjá hringtorgið við Rauðavatn, skammt frá staðnum þar sem klesst var á bílinn. Samsett Ökuníðingur reyndi að þvinga mann út af vegi við Rauðavatn, keyrði síðan harkalega aftan á bíl hans og flúði af vettvangi. Lögreglan hafði upp á ökuníðingnum stuttu síðar og handtók hann. Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir þessari ósvífnu árás heitir Haraldur Ási Lárusson og segist hann hafa verið á rúntinum með vinum í gær þegar dökkblár BMW hóf að elta þau. Ökuníðingurinn hafi síðan reynt að keyra utan í hliðina á bíl Haraldar áður en hann klessti aftan á bíl hans. Haraldur segist ekki tengjast ökuníðingnum á neinn hátt og að eina mögulega skýringin sem lögreglan hafi gefið fyrir árásinni væri „road rage,“ einhvers konar stundarbrjálæði. Enginn hafi slasast alvarlega en hinir tveir farþegarnir í bílnum fóru upp á Bráðamóttöku til að fá áverkavottorð vegna verkja. Þá segir Haraldur að bíll hans sé „í döðlum“ fyrir aftan stuðarann þó það sjáist ekki mjög utan á honum og hann sé kominn á bílaverkstæði. Hér fyrir neðan má lesa lýsingu Haraldar á atvikinu. Reyndi að keyra utan í hlið bílsins „Þetta byrjar upp í Breiðholti, ég er að keyra upp Breiðholtsbrautina, kominn fram hjá bensínstöðinni og þá allt í einu mætir þessi dökkblái BMW og hann er alveg í rassgatinu á mér. Mér fannst það óþægilegt en ég var ekki fyrir honum eða neitt svoleiðis,“ sagði Haraldur um aðdragandann að atvikinu. Haraldur lýsti atburðinum á Facebook.skjáskot/Facebook Þegar Haraldur nálgaðist næstu umferðarljós ákvað hann að stinga sér fram fyrir tvo bíla til að losna við þennan ýtna ökumann. Hins vegar fór hinn bílinn rakleiðis á eftir Haraldi og svínaði þar á bílana tvo. Þegar Haraldur kom svo að ljósunum í Norðlingaholti hafi dökkblái BMW-inn stoppað við hlið hans. „Svo leggjum við aftur af stað og þá byrjar hann að keyra í áttina að mér, inn í hliðina á bílnum hjá mér. Ég byrja á að flauta og stoppa á endanum,“ sagði Haraldur um tilraun ökuníðingsins til að keyra utan í bíl hans. Ökuníðingurinn hafi þá gefið í en síðan stoppað úti í kanti á miðri leið frá ljósunum að hringtorginu. Haraldur hafi þá ákveðið að fara ekki fram úr manninum heldur keyrt mjög hægt. Þarna var Haraldur kominn í samband við lögregluna sem hafi leiðbeint honum að keyra í áttina að Vesturlandsvegi og að hann skyldi hafa bíl mannsins fyrir aftan sig. Hló á meðan hann klessti aftan á bílinn „Ég sting mér þá fram fyrir bílinn, hann hafði verið við hliðina á mér og vildi hvorki hleypa mér fram eða aftur fyrir sig. Ég gaf þá í til að komast fram úr honum,“ segir Haraldur sem segist þó hafa verið á löglegum hraða. Þegar Haraldur hafi verið kominn samsíða Morgunblaðshöllinni þá allt í einu negldi ökuníðingurinn aftan á bíl hans. „Ég veit ekkert hvort hann hafi verið á einhverju en farþegarnir sem voru með mér í bílnum litu aftur fyrir sig þegar hann bombaði aftan á okkur og sögðu að hann hefði verið hlæjandi,“ sagði Haraldur um ökumanninn. Haraldur hafi þá aukið hraðann áður en hann beygði til vinstri í átt að Vesturlandsvegi en ökuníðingurinn hafi hins vegar beygt til hægri í átt að Grafarholti. Haraldur stoppaði síðan á lögreglustöðinni við Vínlandsleið til að gefa skýrslu og þar hafi heyrst í talstöð að búið væri að ná manninum sem virtist einnig vera með rangar bílnúmeraplötur á bílnum. Þó það sjáist ekki mjög aftan á bílnum segir Haraldur að hann sé illa farinn þar fyrir innan.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira