Það var danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen sem tryggði Fylki stigin þrjú með marki sínu á 55. mínútu leiksins.
Eftir þennan sigur hefur Fylkir, sem féll úr efstu deild síðasta haust, 36 stig í öðru sæti deildarinnar. Árbæingar eru einu stigi á eftir HK sem trónir á toppnum og níu stigum á undan Fjölni sem er í þriðja sæti.
Vestri siglir hins vegar lygnan sjó með 22 stig í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er 11 stigum frá fallsvæði deildarinnar.
Fylkir var þarna að bera sigurorði í sínum sjöunda leik í röð en liðið er enn fremur taplaust í síðustu átta leikjum leikjum sínum eða allt frá því að liðið féll úr leik fyrir Ægi í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í lok júní.