Haraldur Franklín er í 21. sæti fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag en hann er tíu höggum á eftir Skotanum Ewen Ferguson sem fer með forystu inn í síðasta dag mótsins.
Bjarki Pétursson keppti líka á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.
Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 en byrjað verður að sýna frá mótinu klukkan 12.00 í dag.