„Háðugleg útreið“ Manchester United endaði með lögregluheimsókn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 13:21 Stuðningsmaðurinn átti erfitt með að sætta sig við stórt tap sinna manna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um helgina tilkynningu um mann sem hafði misst stjórn á skapi sínu í heimahúsi er hann horfði á fótboltaleik. Lið hans var að tapa stórt en er lögregla kom á staðinn hafði hann náð að róa sig og sætt sig við tapið. Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölmörg og fjölbreytt um helgina ef marka má færslu á Facebook-síðu embættisins. Einn stuðningsmaður knattspyrnuliðs fékk heimsókn frá lögreglumönnum þegar lið hans var að fá ansi „háðuglega útreið“ eins og það er orðað í færslunni. Nágrannar mannsins höfðu samband við lögreglu þegar hann hafði misst stjórn á skapi sínu og gaf frá sér mikil óhljóð er hann horfði á leikinn. Þrátt fyrir að nafn liðsins sé ekki nefnt í færslunni má gera ráð fyrir því að maðurinn sé stuðningsmaður Manchester United en þeir töpuðu 4-0 gegn Brentford á laugardaginn. Nær vonandi að halda ró sinni gegn Liverpool „Maðurinn var að horfa á leikinn í sjónvarpi og reiddist mjög, með tilheyrandi hljóðum, þegar fór að síga á ógæfuhliðina og mörkunum rigndi í vitlaust mark. Við þetta hringdu nágrannar stuðningsmannsins í lögreglu enda óttuðust þeir hið versta,“ segir í færslunni. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn róast og vonar lögreglan að hann hafi stjórn á skapi sínu næst þegar illa gengur hjá hans mönnum á vellinum. Það gæti verið stutt í næstu útreið en næsti leikur Man Utd er á mánudaginn eftir viku þar sem þeir mæta sterku liði Liverpool. Tólf innbrot tilkynnt Í færslunni kemur einnig fram að tólf innbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu um helgina, sex í fyrirtæki og sex í bifreiðar. Þá var lögregla kölluð til í allnokkur skipti vegna þjófnaða í verslunum. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar um helgina, þar af tvær alvarlega. Þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Alls var 21 ökumaður tekinn fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu.
Lögreglumál Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira