Viðskipti innlent

Hefur störf sem hag­fræðingur BSRB

Atli Ísleifsson skrifar
Heiður Margrét Björnsdóttir.
Heiður Margrét Björnsdóttir. BSRB

Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna.

Um Heiði Margréti segir að hún búi yfir umfangsmikilli reynslu af opinberum fjármálum og stefnumótunarvinnu tengdri ríkisfjármálum, velferðar- og heilbrigðismálum og jafnréttismálum. 

„Undanfarin 9 ár hefur hún starfað hjá Stjórnarráði Íslands, lengst af hjá forsætisráðuneyti en einnig hjá velferðarráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Þá hefur hún starfað hjá skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Heiður hefur lokið B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og er auk þess með meistaragráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík annars vegar og þróunarhagfræði frá Háskólanum í Glasgow hins vegar.

Heiður mun annast greiningar á velsæld og efnahagsmálum, safna saman og tryggja gott aðgengi að upplýsingum um vinnumarkaðinn og byggja þannig undir stefnumótun bandalagsins,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×