Ákærður fyrir að stela 34 símum og greiðslukorti fjórtán ára stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 10:16 Flestum símunum stal maðurinn úr Laugardalshöll, alls tíu talsins. Vísir/Vilhelm Rétt rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir að stela samtals 34 farsímum og öðru góssi, þar á meðal greiðslukorti 14 ára stúlku. Flest brotin voru framin í íþróttaklefum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Ákæran er í alls ellefu liðum og fjalla flestir þeirra um símaþjófnað. Samtals eru þetta 34 símar, flestir þeirra iPhone eða Samsung Galaxy. Þjófnaðirnir áttu sér allir stað á ellefu daga tímabili en ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Notaði greiðslukortið í Háspennu Maðurinn stal þremur símum úr búningsklefa í Skautahöllinni, tveimur símum úr Íþróttamiðstöð Breiðabliks, þremur símum úr Ásgarði í Garðabæ, tveimur símum úr íþróttamiðstöð Þróttar, tveimur símum úr Dalskóla, tíu símum úr Laugardalshöll, átta símum og greiðslukorti úr íþróttamiðstöð Gróttu og fjórum símum og fartölvu úr Valsheimilinu. Ásamt félaga sínum notaði hann greiðslukortið sem hann stal úr íþróttamiðstöð Gróttu til að taka út tíu þúsund krónur í Háspennu við Rauðarárstíg. Ók án ökuréttinda Ásamt því að stela símunum stal hann Airpods-heyrnartólum, Moncler-úlpu og reiðufé. Þá er hann ákærður fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda og án öryggisbeltis eftir Kringlumýrarbraut í átt að Hafnarfjarðarvegi uns lögregla stöðvaði akstur hans við Hamraborg í Kópavogi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda. Móðir eiganda greiðslukortsins gerir einkaréttarkröfu upp á tæplega sextíu þúsund krónur auk vaxta.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira