Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur gengið frá samningi við hinn 29 ára gamla Jalalpoor sem er að þýskum og írönskum ættum. Þetta kemur fram á miðlum Njarðvíkinga.
Jalalpoor hefur spilað með landsliði Íran og lék með því á síðustu Ólympíuleikum þar sem hann var með 1,0 stig og 1,0 stoðsendingu á 12,9 mínútum að meðaltali í þremur leikjum.
Philip Jalalpoor spilaði með Bayeruth í þýsku deildinni undanfarin ár en var rólegur. Var með 4,0 stig og 1,4 stoðsendingu a 13,9 mínútum í leik á síðustu leiktíð.
Tímabilið 2019-20 var hann aftur á móti stoðsendingakóngur í austurrísku deildinni þegar hann skoraði 18.6 stig og gaf 6,9 stoðsendingar í leik með St. Pölten.
Jalalpoor hefur einnig spilað í þriðju deildinni á Spáni. Hann spilaði síðan í kanadíska háskólaboltanum í fjögur ár með British Columbia skólanum áður en hann gerðist atvinnumaður.