Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 09:58 Hafursey stendur norður af Hjörleifshöfða sem er vinsæll ferðamannastaður á Mýrdalssandi. vísir/egill Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. Flutningarnir yrðu gríðarlega umfangsmiklir en það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum. Það eignaðist land á Mýrdalssandi fyrir tveimur árum og vill hefja þar efnistöku á vikri, sem yrði fluttur út til Evrópu og jafnvel Norður-Ameríku til sementsgerðar. Vikurinn vill fyrirtækið flytja frá Mýrdalssandi í vörubílum alla leið til Þorlákshafnar þar sem hann yrði fluttur út frá höfninni. Miðað við þær áætlanir sem eru til um verkefnið, til dæmis umhverfismatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gaf út í byrjun mánaðar, er gert ráð fyrir 107 ferðum vöruflutningabíla frá Hjörleifshöfða á Sólarhring. Þeir fara þá af stað á kortersfresti frá svæðinu og keyra í gegn um sjö sveitarfélög áður en komið er til Þorlákshafnar. Hella er einn bæjanna sem vörubílalestin myndi keyra í gegn um. Hér má sjá leiðina sem vörubílarnir myndu fara um þjóðveg 1.vísir/rúnar „Fyrstu viðbrögð; Þetta virkar nú svoldið bratt. Bæði kannski verkefnið í heild sinni og svo líka þessir innviðir í heild sinni sem að þetta á nú að ganga eftir. Þeir eru alls ekki tilbúnir í þetta eins og þeir eru í dag,” segir Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Ég held að vegakerfið hérna bjóði alls ekki upp á þetta eins og staðan er í dag. Ég vildi að það væri þannig en staðan er ekki þannig.” Fimm sveitarfélaganna fengju þá auðvitað ekkert út úr verkefninu. Aðalstarfsstöðin væri í Mýrdalshreppi og farmurinn losaður í Þorlákshöfn, sem er í sveitarfélaginu Ölfus. Jón Guðmundur er nýtekinn við starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra.vísir/egill Hin sveitarfélögin fá aðeins að njóta vörubílanna með tilheyrandi hávaða og truflunum. Jón efast ekki um að þetta myndi hafa mikil áhrif á íbúa Hellu. „Já, klárlega. Eins og þetta er kynnt fyrir fólki núna þá er þetta eins og það sé hérna lest í gangi nánast. Þannig þetta hefur klárlega áhrif á svæðið. Bæði í þessu sveitarfélagi og á öðrum hérna á Suðurlandi,” segir Jón. Miklar áhyggjur af ferðamennsku Mest áhrif hefði verkefnið þó líklega á íbúa Ölfus og Mýrdalshrepps þar sem EP Power Minerals yrði með starfsstöðvar. Efnistakan og flutningsleiðir hennar voru ræddar talsvert fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Mýrdalshreppi. Við hittum á sveitarstjórann í gær og fengum hans álit á málinu: „Sveitarfélagið setur sig ekki upp á móti námustarfseminni sem slíkri. En við höfum miklar efasemdir um þessa leið sem er lögð til í þessari umhverfisskýrslu. Ýmsar staðhæfingar þar sem við höldum að séu ekki réttar, til dæmis þegar kemur að mati á umferð og ferðamennsku,” segir Einar Freyr Elínarson. Einar talaði fyrir hugmyndinni um höfn í Vík í Mýrdal fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.vísir/egill Hinn vinsæli ferðamannastaður Hjörleifshöfði er í grennd við vikursvæðið en Einar hefur ekki áhyggjur af honum sem slíkum. Námurnar yrðu staðsettar við Hafursey, sem liggur hinum megin við þjóðveginn, í nokkurri fjarlægð frá honum. Áhyggjurnar sem Einar hefur eru mun víðtækari og snúa að allri ferðaþjónustu á Suðurlandi. „Ég held að þetta geti tvímælalaust haft áhrif á ferðamennsku, bara þessi traffík á þjóðveginum. Við auðvitað þurfum að huga að því hérna að ferðaþjónusta er gulleggið okkar. Og þjóðvegur 1 er lífæð ferðamennskunnar,” segir Einar. Vill ráðast í hafnargerð í Vík Og til aðkoma í veg fyrir öll þessi neikvæðu áhrif vill Einar fara aðra leið. Með henni slyppu íbúar á Suðurlandi og ferðamenn á svæðinu viðþungaumferðina. „Við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,” segir Einar. Hafiði eitthvað rætt við Þjóðverjana um þann möguleika? „Já, við höfum þegar komið þessu á framfæri við þá. Og munum gera það aftur núna í framhaldinu.” Hvernig hafa þeir tekið í það? „Þeir hafa alls ekki útilokað þetta en þetta var komið í farveg, þessi umhverfismatsskýrsla, en nú teljum við bara mikilvægt að þetta verði endurskoðað.” Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Flóahreppur Árborg Hveragerði Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Flutningarnir yrðu gríðarlega umfangsmiklir en það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum. Það eignaðist land á Mýrdalssandi fyrir tveimur árum og vill hefja þar efnistöku á vikri, sem yrði fluttur út til Evrópu og jafnvel Norður-Ameríku til sementsgerðar. Vikurinn vill fyrirtækið flytja frá Mýrdalssandi í vörubílum alla leið til Þorlákshafnar þar sem hann yrði fluttur út frá höfninni. Miðað við þær áætlanir sem eru til um verkefnið, til dæmis umhverfismatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla gaf út í byrjun mánaðar, er gert ráð fyrir 107 ferðum vöruflutningabíla frá Hjörleifshöfða á Sólarhring. Þeir fara þá af stað á kortersfresti frá svæðinu og keyra í gegn um sjö sveitarfélög áður en komið er til Þorlákshafnar. Hella er einn bæjanna sem vörubílalestin myndi keyra í gegn um. Hér má sjá leiðina sem vörubílarnir myndu fara um þjóðveg 1.vísir/rúnar „Fyrstu viðbrögð; Þetta virkar nú svoldið bratt. Bæði kannski verkefnið í heild sinni og svo líka þessir innviðir í heild sinni sem að þetta á nú að ganga eftir. Þeir eru alls ekki tilbúnir í þetta eins og þeir eru í dag,” segir Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Ég held að vegakerfið hérna bjóði alls ekki upp á þetta eins og staðan er í dag. Ég vildi að það væri þannig en staðan er ekki þannig.” Fimm sveitarfélaganna fengju þá auðvitað ekkert út úr verkefninu. Aðalstarfsstöðin væri í Mýrdalshreppi og farmurinn losaður í Þorlákshöfn, sem er í sveitarfélaginu Ölfus. Jón Guðmundur er nýtekinn við starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra.vísir/egill Hin sveitarfélögin fá aðeins að njóta vörubílanna með tilheyrandi hávaða og truflunum. Jón efast ekki um að þetta myndi hafa mikil áhrif á íbúa Hellu. „Já, klárlega. Eins og þetta er kynnt fyrir fólki núna þá er þetta eins og það sé hérna lest í gangi nánast. Þannig þetta hefur klárlega áhrif á svæðið. Bæði í þessu sveitarfélagi og á öðrum hérna á Suðurlandi,” segir Jón. Miklar áhyggjur af ferðamennsku Mest áhrif hefði verkefnið þó líklega á íbúa Ölfus og Mýrdalshrepps þar sem EP Power Minerals yrði með starfsstöðvar. Efnistakan og flutningsleiðir hennar voru ræddar talsvert fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar í Mýrdalshreppi. Við hittum á sveitarstjórann í gær og fengum hans álit á málinu: „Sveitarfélagið setur sig ekki upp á móti námustarfseminni sem slíkri. En við höfum miklar efasemdir um þessa leið sem er lögð til í þessari umhverfisskýrslu. Ýmsar staðhæfingar þar sem við höldum að séu ekki réttar, til dæmis þegar kemur að mati á umferð og ferðamennsku,” segir Einar Freyr Elínarson. Einar talaði fyrir hugmyndinni um höfn í Vík í Mýrdal fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.vísir/egill Hinn vinsæli ferðamannastaður Hjörleifshöfði er í grennd við vikursvæðið en Einar hefur ekki áhyggjur af honum sem slíkum. Námurnar yrðu staðsettar við Hafursey, sem liggur hinum megin við þjóðveginn, í nokkurri fjarlægð frá honum. Áhyggjurnar sem Einar hefur eru mun víðtækari og snúa að allri ferðaþjónustu á Suðurlandi. „Ég held að þetta geti tvímælalaust haft áhrif á ferðamennsku, bara þessi traffík á þjóðveginum. Við auðvitað þurfum að huga að því hérna að ferðaþjónusta er gulleggið okkar. Og þjóðvegur 1 er lífæð ferðamennskunnar,” segir Einar. Vill ráðast í hafnargerð í Vík Og til aðkoma í veg fyrir öll þessi neikvæðu áhrif vill Einar fara aðra leið. Með henni slyppu íbúar á Suðurlandi og ferðamenn á svæðinu viðþungaumferðina. „Við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,” segir Einar. Hafiði eitthvað rætt við Þjóðverjana um þann möguleika? „Já, við höfum þegar komið þessu á framfæri við þá. Og munum gera það aftur núna í framhaldinu.” Hvernig hafa þeir tekið í það? „Þeir hafa alls ekki útilokað þetta en þetta var komið í farveg, þessi umhverfismatsskýrsla, en nú teljum við bara mikilvægt að þetta verði endurskoðað.”
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Flóahreppur Árborg Hveragerði Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31