West Ham kaupir þýskan landsliðsmann af PSG Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:00 Kehrer með landsleik með þýska landsliðinu í Þjóðardeildinni í júní Getty Images West Ham staðfesti í dag félagaskipti Thilo Kehrer frá franska félaginu PSG. Leikmaðurinn kemur til London fyrir rúmar 10 milljón punda. Kaupverðið getur þó hækkað í 13 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum en West Ham bráðvantaði nýjan miðvörð eftir Nayef Aguerd, miðvörðurinn sem West Ham keypti í sumar fyrir 30 milljónir punda, varð fyrir alvarlegum ökklameiðslum á undirbúningstímabilinu og þarf að fara í aðgerð. Kurt Zouma er eini náttúrulegi miðvörður West Ham sem er heill heilsu í dag en bæði Craig Dawson og Angelo Ogbonna eru á meiðslalistanum ásamt Aguerd. West Ham hafði áður selt miðvörðinn Issa Diop til Fulham fyrr í sumar. Í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur því bakvörðurinn Ben Johnson þurft að spila í miðverði en báðir leikirnir töpuðust, 0-2 tap á heimavelli gegn Manchester City í fyrstu umferð og 1-0 tap á útivelli gegn nýliðum Nottingham Forest. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham varð því að bregðast við og sótti Kehrer til að styrkja varnarlínu sína. Er leikmaðurinn sjöttu kaup West Ham í félagaskiptaglugganum í sumar. Kehrer 25 ára gamall Þjóðverji sem spilaði fyrir Schalke í heimalandinu áður en PSG keypti hann fyrir 31 milljón punda árið 2018. Kehrer á 20 leiki að baki fyrir þýska landsliðið. Næsti leikur West Ham er gegn danska liðinu Viborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld og líklegt þykir að Kehrer fari beint í byrjunarlið West Ham. Introducing summer signing number six... 🇩🇪⚒ pic.twitter.com/okVX305EzS— West Ham United (@WestHam) August 17, 2022 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Kaupverðið getur þó hækkað í 13 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum en West Ham bráðvantaði nýjan miðvörð eftir Nayef Aguerd, miðvörðurinn sem West Ham keypti í sumar fyrir 30 milljónir punda, varð fyrir alvarlegum ökklameiðslum á undirbúningstímabilinu og þarf að fara í aðgerð. Kurt Zouma er eini náttúrulegi miðvörður West Ham sem er heill heilsu í dag en bæði Craig Dawson og Angelo Ogbonna eru á meiðslalistanum ásamt Aguerd. West Ham hafði áður selt miðvörðinn Issa Diop til Fulham fyrr í sumar. Í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur því bakvörðurinn Ben Johnson þurft að spila í miðverði en báðir leikirnir töpuðust, 0-2 tap á heimavelli gegn Manchester City í fyrstu umferð og 1-0 tap á útivelli gegn nýliðum Nottingham Forest. David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham varð því að bregðast við og sótti Kehrer til að styrkja varnarlínu sína. Er leikmaðurinn sjöttu kaup West Ham í félagaskiptaglugganum í sumar. Kehrer 25 ára gamall Þjóðverji sem spilaði fyrir Schalke í heimalandinu áður en PSG keypti hann fyrir 31 milljón punda árið 2018. Kehrer á 20 leiki að baki fyrir þýska landsliðið. Næsti leikur West Ham er gegn danska liðinu Viborg í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld og líklegt þykir að Kehrer fari beint í byrjunarlið West Ham. Introducing summer signing number six... 🇩🇪⚒ pic.twitter.com/okVX305EzS— West Ham United (@WestHam) August 17, 2022
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira