Innlent

Ætla má að götu­virðið í stærsta kókaín­máli Ís­lands­sögunnar hlaupi á milljörðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni í einni sendingu en nú. Myndin er úr safni.
Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni í einni sendingu en nú. Myndin er úr safni. Getty

Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna.

Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála.

Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi

Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur.

Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku.


Tengdar fréttir

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Lögðu hald á tugi kílóa af fíkni­efnum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×