Hótar að fylla liðsstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarana Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 22:50 Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar ásamt liðsstjórn. Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar var allt annað en sáttur við vítaspyrnu sem Keflavík fékk í 2-3 sigri liðsins í Mosfellsbæ í Bestu-deild kvenna í gær. „Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Maður verður bara að treysta dómaranum en það sást líka að dómarinn tekur 10 sekúndur að hugsa þetta og á meðan ráðast þeir [Keflvíkingar] á fjórða dómarann og það er óboðlegt. Ég sagði orðrétt við dómarann hvort ég ætti ekki að fylla liðsstjórn á skýrslu af vinum mínum og fara alltaf að hjóla í ykkur [dómarana],“ sagði Alexander í viðtali eftir leik. „Dómarinn beið og hann fékk eitthvað í eyrað, hvort það var aðstoðardómarinn eða fjórði dómarinn veit ég ekki,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna um atvikið. Vítaspyrnuna fékk Keflavík eftir að boltinn virtist fara í höndina á Mackenzie Cherry, leikmanni Aftureldingar. Aníta Lind Daníelsdóttir tók vítaspyrnuna og jafnaði leikinn í 2-2 áður en Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmark Keflavíkur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðst í fréttinni en erfitt er að sjá nákvæmlega hvað gerðist frá því sjónarhorni. „Það er erfitt að greina þetta en við sjáum þetta eiginlega ómögulega,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Ef höndinn er alveg upp við líkamann þá sveiflast hún ekki svona,“ svaraði Lilja Dögg Valþórsdóttir á móti. Bæði lið þurftu á sigri að halda í þessum sex stiga fallbaráttuslag og því eðlilegt að mönnum hafi verið svolítið heitt í hamsi. Eftir leikinn er Afturelding í fallsæti með 9 stig á meðan Keflavík er tveimur sætum ofar, í því sjöunda með 13 stig. Klippa: Hótar að fylla liðstjórn af vinum sínum til að hjóla í dómarann
Besta deild kvenna Afturelding Keflavík ÍF Íslenski boltinn Tengdar fréttir Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42 Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. 16. ágúst 2022 21:42
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:49