Atlético neitaði rúmlega átján milljarða tilboði Man United í Félix Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 08:01 João Félix í leik gegn Manchester City á síðustu leiktíð. David Ramos/Getty Images) Atlético Madríd afþakkaði pent tilboð Manchester United í Portúgalann João Félix. Tilboðið hljóðaði upp á 130 milljónir evra eða rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Atlético keypti leikmanninn af Benfica árið 2019 á 113 milljónir evra. Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31
Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57
Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01