Hátíðin í ár fer fram 29. september til 9. október. Sundbíóið fer fram klukkan 19.30 þann 30. september og eins og aðrir sérviðburðir RIFF er um eina sýningu að ræða og takmarkað sætaframboð.
„Sundbíó er einstök upplifun og áhorfendur geta búið sig undir sviðsetningu í Sundhöllinni sem er í anda þeirrar myndar sem sýnd er,“ segir í tilkynningu frá RIFF.

The Truman Show var leikstýrt af Peter Weir og kom myndin út árið 1998.
„Kvikmyndin er vísindaskáldleg sálfræðigamanmynd sem virðist með árunum hafa sífellt hafa meira að segja um samtímann og lífið sem við kjósum að lifa fyrir opnum tjöldum. Við fljótum saman með Truman í gegnum lífsins ólgusjó og köfum í leiðinni ofan í veruleikann, yfirborðið og undirdjúpin.“
RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið. Hægt er að finna frekari upplýsingar um sundbíóið hér og einnig um aðra sérviðburði hátíðarinnar eins og hellabíó og jöklabíó.
Stikluna fyrir The Truman Show má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.