Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 14:13 Birta Þórhalladóttir hleypur fyrir Gleym mér ei. Bítið Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“ Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“
Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira