Afmælisbarnið Lewandowski allt í öllu í öruggum sigri Börsunga 21. ágúst 2022 21:56 Robert Lewandowski er kominn í gang í spænsku úrvalsdeildinni. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Robert Lewandowski hélt upp á 34 ára afmælið sitt með því að skora sín fyrstu mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir Barcelona í kvöld. Pólverjinn skoraði tvö er liðið vann öruggan 1-4 sigur gegn Real Sociedad. Leikurinn fór fjörlega af stað þegar Lewandowski kom gestunum yfir með marki strax á upphafsmínútunni áður en Svíinn Alexander Isak jafnaði metin fimm mínútum síðar. Þetta reyndust einu mörk fyrri hálfleiksins og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ousmane Dembele kom Börsungum í forystu á nýjan leik á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ansu Fati og tveimur mínútum síðar skoraði Lewandowski sitt annað mark í leiknum, einnig eftir stoðsendingu frá Ansu Fati. Ansu Fati var þó ekki hættur því hann gerði endanlega út um leikinn þegar hann breytti stöðunni í 1-4 á 79. mínútu og þar við sat. Fyrsti sigur Barcelona á tímabilinu því staðreynd og liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki. Spænski boltinn
Robert Lewandowski hélt upp á 34 ára afmælið sitt með því að skora sín fyrstu mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir Barcelona í kvöld. Pólverjinn skoraði tvö er liðið vann öruggan 1-4 sigur gegn Real Sociedad. Leikurinn fór fjörlega af stað þegar Lewandowski kom gestunum yfir með marki strax á upphafsmínútunni áður en Svíinn Alexander Isak jafnaði metin fimm mínútum síðar. Þetta reyndust einu mörk fyrri hálfleiksins og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ousmane Dembele kom Börsungum í forystu á nýjan leik á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Ansu Fati og tveimur mínútum síðar skoraði Lewandowski sitt annað mark í leiknum, einnig eftir stoðsendingu frá Ansu Fati. Ansu Fati var þó ekki hættur því hann gerði endanlega út um leikinn þegar hann breytti stöðunni í 1-4 á 79. mínútu og þar við sat. Fyrsti sigur Barcelona á tímabilinu því staðreynd og liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti