Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 16:56 Rakel Júlía Jónsdóttir var á meðal fjölmargra sem földu sig í krókum og kimum verslunarmiðstöðvarinnar á meðan lögregla leitaði skotmanns. Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Það var á fjórða tímanum í dag sem öngþveiti skapaðst í verslunarmiðstöðinni. „Við vorum bara að versla. Svo byrja allir að hlaupa og öskra. Það var allt orðið tryllt,“ segir Rakel Júlía Jónsdóttir í samtali við Vísi. Hún var þá komin út úr verslunarmiðstöðinni þar sem lögregla er enn með mikinn viðbúnað með tilheyrandi vegatálmum og lokunum. Vitni hafa tjáð sænskum fjölmiðlum að tugum skota hafi verið hleypt af. Rakel Júlía segist ekki hafa heyrt skotin en vinkona hennar hafi fundið einkennilega lykt. Þær héltu fyrst að kannski hefði orðið einhver sprenging. „Verslunarstjórinn vissi greinilega hvað hann átti að gera. Hún tók okkur bara og manni var eiginlega bara hent inn í geymslu,“ segir Rakel Júlía. Þar tróðu þær sér, konur og börn, inn á klósett og læstu sig inni. „Við máttum ekki hafa nein læti og vorum með slökkt ljósin. Það mátti ekkert heyrast í okkur.“ Þau fylgdust með undir hurðinni og sáu móta fyrir hreyfingu. Svo heyrðust köll og öskur. Á meðan voru þær í óvissunni. Rakel segir skotárásina hafa verið í verslun Zöru í verslunarmiðstöðinni. Þangað hafi hún ætlað nokkrum mínútum fyrr en ákveðið að hinkra eftir vinkonum sínum. „Sem betur fer,“ segir Rakel Júlía. Hún var í leit að eiginmanni sínum fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar fréttastofa ræddi við hana. „Hér er enn allt af fólki. Það eru allir í áfalli.“ Íslenski hópurinn gistir í íbúð í Kaupmannahöfn. Rakel Júlía segir að íbúðin sé við hliðina á verslunarmiðstöðinni Field's þar sem þrír voru skotnir til bana í skotárás í byrjun júlí. Íslendingur gisti þá í íbúðinni og segir Rakel þau hafa rætt það sín á milli hve óhugnaleg tilfinning það hlyti að hafi verið að vera á svæðinu þegar sú árás átti sér stað. Svo hafi þau skellt sér í dagsferð til Malmö og upplifað skelfingu af svipuðum toga.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir skotárás í miðbæ Malmö Lögreglan í Malmö er með mikinn viðbúnað við verslunarmiðstöðina Emporia, eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann þar. Búið er að rýma verslunarmiðstöðina en minnst einn hefur verið handtekinn. 19. ágúst 2022 15:40