„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 08:00 Arnar Pétursson var eðlilega léttur í lund eftir að hafa tryggt sér sigur í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Vísir/Stöð 2 Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. „Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
„Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira