Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 19:57 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02