Emil hættur eftir tvö hjartastopp Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Emil Pálsson lék sem atvinnumaður í Noregi, með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal. Sandefjord Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum. Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals) Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Emil hné fyrst niður í leik með Sogndal í norsku 1. deildinni í fótbolta þann 1. nóvember síðasta vetur, þegar hjarta hans stöðvaðist. Hann þakkaði læknateymi og starfsfólki Sogndal það að hafa bjargað lífi sínu. Emil virtist svo hafa jafnað sig og var byrjaður að æfa fótbolta með sínu gamla liði FH þegar hann fór aftur í hjartastopp, í maí síðastliðnum. Emil, sem er 29 ára, hóf ferilinn heima á Ísafirði með BÍ/Bolungarvík en fór þaðan til FH þar sem hann lék frá 2011-2017, með viðkomu hjá Fjölni fyrri hluta leiktíðarinnar 2015. Það ár var hann valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi. Stoltur af ferlinum og naut hverrar mínútu Í yfirlýsingu á Instagram í dag segir Emil það vissulega erfitt að hætta í fótbolta en að heilsan verði að vera í forgangi. Hann skrifaði, í lauslegri þýðingu blaðamanns: „Eftir tvö hjartastopp á sex mánaða tímabili hef ég ákveðið að ferli mínum sem fótboltamaður sé lokið. Fótbolti hefur alltaf verið stærsta ástríðan í lífi mínu og ég er stoltur af þeim ferli sem ég átti. Það eru forréttindi að spila sem atvinnumaður og ég naut hverrar mínútu. Það er erfitt að hætta í íþróttinni á þessum tímapunkti en heilsan hefur alltaf verið í forgangi. Ég vil þakka sérstaklega liðsfélögum mínum, sem margir eru orðnir að nánustu vinum mínum í dag, og þjálfurum og starfsfólki fyrir að hafa trú á mér.“ View this post on Instagram A post shared by Emil Pa lsson (@emilpals)
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira