„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2022 16:54 Frá vettvangi árásarinnar á Blönduósi fyrir hálfum öðrum sólarhring. Vísir Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. „Þetta er ótrúlegt og maður trúði ekki þessum fréttum þegar maður heyrði þær fyrst,“ segir Stefán Vagn sem ræddi voðaverkin á Blönduósi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. „Samfélagið er náttúrulega í rúst, miður sín og við erum það öll á þessu svæði. Einhvern veginn ímyndaði maður sér aldrei, þegar maður var hér í lögreglunni, að maður ætti eftir að upplifa svona hlut á þessu svæði. En svona er staðan í dag.“ Hann segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þróun í vopnaeign hér á landi. „Ef þú skoðar skýrslu greiningardeildar síðustu árin þá hafa komið athugasemdir frá lögreglunni um ákveðin hættumerki,“ segir Stefán Vagn. Um 87 þúsund skotvopn eru skráð hér á landi sem Stefán Vagn segir gríðarlega mikinn fjölda samanborið við nágrannalöndin. „Því miður er staðan sú að við getum sennilega aldrei tryggt að svona voðaverk gerist ekki. En við eigum að fara í aðgerðir til að tryggja að svona gerist ekki aftur. Ef ekki núna, hvenær þá?“ Bretta verði upp ermarnar, þeir hagaðilar sem geta komið að borðinu í þessum málum, og setja þunga í þau. „Við verðum að gera eitthvað. Við eigum engan kost í stöðunni.“ Stefán Vagn nefnir að auk þeirra skotvopna sem séu skráð sé töluverður fjöldi óskráður. „Miðað við þjóð sem telur 370 þúsund þá er þetta skotvopn á þriðja hvern einstakling sem er brjálæðisleg tala. Við þurfum að fara í alla þætti á þessu máli. Geðheilbrigðismál, skotvopnalöggjöfin, forvarnir og ekki síst þátt lögreglunnar. Við þurfum að bregðast við breyttu ástandi. Við verðum að vera fólk til að fara í þetta verkefni af fullum þunga og alvöru.“ Skiptar skoðanir hafa verið um hvort lögregla hér á landi skuli vopnbúast og þá að hve miklu leyti. „Ég held það hafi verið stigið rétt skref á sínum tíma að auka þjálfunarstig hjá hinum almenna lögreglumanni. Svo hún ætti auðveldara með að bregðast við atburðum sem þessum,“ segir Stefán Vagn. Sú breyting hafi orðið í framhaldi af voðaverkunum í Útey í Noregi þar sem almennir lögreglumenn þurftu að bíða eftir vopnuðum sérsveitarmönnum til að geta brugðist við. „Sú þróun að þjálfa almenna lögreglumenn og að aðgengi að vopnum sé betra er jákvæð þróun. Við eigum að halda áfram á þeirri vegferð. Vandamálið er að það vantar fleiri skólagengna lögreglumenn út á land. Þú getur ekki sett óskólagengna lögreglumenn í þá stöðu að þurfa að vopnast og fara inn í aðstæður eins og þessar.“ Árásarmaðurinn var áhugamaður um skotvopn en í ferli var að svipta hann skotvopnaleyfi. Skráð skotvopn hans höfðu þó verið tekin af honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar hann komst yfir byssuna sem hann notaði aðfaranótt sunnudag. „Ég held því miður að varsla skotvopna í heimahúsum sé mjög ábótavant,“ segir Stefán Vagn. „Ef þú átt fleiri en þrjú skotvopn þarftu læstan skáp. En ekki ef þú átt eitt eða tvö. Við þurfum að fara að hugsa þetta allt frá grunni. Hvernig getum við lágmarkað líkur á að svona gerist aftur í okkar samfélagi?“ Hann reiknar með umræðu um þessi mál á Alþingi. „Ef ekki mun ég sjálfur kalla eftir henni. Við verðum að fara yfir þessi mál. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir á Alþingi taki undir það með mér.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Skotvopn Alþingi Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt og maður trúði ekki þessum fréttum þegar maður heyrði þær fyrst,“ segir Stefán Vagn sem ræddi voðaverkin á Blönduósi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Skotárásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. „Samfélagið er náttúrulega í rúst, miður sín og við erum það öll á þessu svæði. Einhvern veginn ímyndaði maður sér aldrei, þegar maður var hér í lögreglunni, að maður ætti eftir að upplifa svona hlut á þessu svæði. En svona er staðan í dag.“ Hann segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þróun í vopnaeign hér á landi. „Ef þú skoðar skýrslu greiningardeildar síðustu árin þá hafa komið athugasemdir frá lögreglunni um ákveðin hættumerki,“ segir Stefán Vagn. Um 87 þúsund skotvopn eru skráð hér á landi sem Stefán Vagn segir gríðarlega mikinn fjölda samanborið við nágrannalöndin. „Því miður er staðan sú að við getum sennilega aldrei tryggt að svona voðaverk gerist ekki. En við eigum að fara í aðgerðir til að tryggja að svona gerist ekki aftur. Ef ekki núna, hvenær þá?“ Bretta verði upp ermarnar, þeir hagaðilar sem geta komið að borðinu í þessum málum, og setja þunga í þau. „Við verðum að gera eitthvað. Við eigum engan kost í stöðunni.“ Stefán Vagn nefnir að auk þeirra skotvopna sem séu skráð sé töluverður fjöldi óskráður. „Miðað við þjóð sem telur 370 þúsund þá er þetta skotvopn á þriðja hvern einstakling sem er brjálæðisleg tala. Við þurfum að fara í alla þætti á þessu máli. Geðheilbrigðismál, skotvopnalöggjöfin, forvarnir og ekki síst þátt lögreglunnar. Við þurfum að bregðast við breyttu ástandi. Við verðum að vera fólk til að fara í þetta verkefni af fullum þunga og alvöru.“ Skiptar skoðanir hafa verið um hvort lögregla hér á landi skuli vopnbúast og þá að hve miklu leyti. „Ég held það hafi verið stigið rétt skref á sínum tíma að auka þjálfunarstig hjá hinum almenna lögreglumanni. Svo hún ætti auðveldara með að bregðast við atburðum sem þessum,“ segir Stefán Vagn. Sú breyting hafi orðið í framhaldi af voðaverkunum í Útey í Noregi þar sem almennir lögreglumenn þurftu að bíða eftir vopnuðum sérsveitarmönnum til að geta brugðist við. „Sú þróun að þjálfa almenna lögreglumenn og að aðgengi að vopnum sé betra er jákvæð þróun. Við eigum að halda áfram á þeirri vegferð. Vandamálið er að það vantar fleiri skólagengna lögreglumenn út á land. Þú getur ekki sett óskólagengna lögreglumenn í þá stöðu að þurfa að vopnast og fara inn í aðstæður eins og þessar.“ Árásarmaðurinn var áhugamaður um skotvopn en í ferli var að svipta hann skotvopnaleyfi. Skráð skotvopn hans höfðu þó verið tekin af honum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvar hann komst yfir byssuna sem hann notaði aðfaranótt sunnudag. „Ég held því miður að varsla skotvopna í heimahúsum sé mjög ábótavant,“ segir Stefán Vagn. „Ef þú átt fleiri en þrjú skotvopn þarftu læstan skáp. En ekki ef þú átt eitt eða tvö. Við þurfum að fara að hugsa þetta allt frá grunni. Hvernig getum við lágmarkað líkur á að svona gerist aftur í okkar samfélagi?“ Hann reiknar með umræðu um þessi mál á Alþingi. „Ef ekki mun ég sjálfur kalla eftir henni. Við verðum að fara yfir þessi mál. Ég trúi ekki öðru en félagar mínir á Alþingi taki undir það með mér.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Skotvopn Alþingi Framsóknarflokkurinn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24 Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22. ágúst 2022 15:24
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23