Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Sindri Sindrason les.
Sindri Sindrason les.

Áverkar mannsins sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi í gærmorgun eru alvarlegir og liggur hann þungt haldinn á sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var skotáhugamaður með geðrænan vanda.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar í beinni útsendingu.

Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Í kvöldfréttum verður rætt við borgarstjóra sem vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna.

Við lítum einnig á stóran áfanga í borgarlínunni sem náðist í dag og verðum í beinni frá raðbrúðkaupi í Elliðaárdalnum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×