„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 21:48 Óskar hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn á Fram í dag Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. „Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira
„Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15