Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 14:02 Keane er spenntur fyrir Casemiro. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin. United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira