Neytendur

Ekki hægt að rukka neyt­endur til að vernda fram­leiðslu sem er ekki lengur til

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ólafur Þ. Stephensen hvetur stjórnvöld til að lækka toll á innflutning franskra kartafla.
Ólafur Þ. Stephensen hvetur stjórnvöld til að lækka toll á innflutning franskra kartafla.

Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til.

Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sendi bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með erindi sínu um afnám tollsins. 

Þar segir hann að tollurinn á innflutning franskra kartafla hafi um árabil „eingöngu verndað framleiðslu þessa eina fyrirtækis, sem þar að auki framleiddi franskar að hluta til úr innfluttu hráefni.“

Ekki hægt að réttlæta himinháan reikning til neytenda

Jafnframt segir hann að undanfarin ár hafi um 95 prósent franskra kartafla, sem sé neytt hérlendis, verið innflutt vara og að á þær leggist hæsti mögulegi tollur samkvæmt tollskrá, eða 76 prósent. 

Ekki sé hægt að réttlæta að neytendum sé sendur himinhár reikningur til að vernda innlenda framleiðslu þegar hún er ekki lengur til.

Í ljósi þeirrar miklu verðbólgi sem nú er segir Ólafur að stjórnvöld eigi að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækka verð á neyzluvörum. Afnám tolls á franskar kartöflur er augljós leið til þess.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×