Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Jakob Bjarnar skrifar 24. ágúst 2022 13:42 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi. Hann dregur ekki dul á að um sé að ræða risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða. En það sé á algjöru frumstigi og ekkert verði gert án samráðs við íbúa Þorlákshafnar. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn. Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23