Fótbolti

Hollendingar fundu nýjan þjálfara fyrir leikinn gegn Íslandi

Atli Arason skrifar
Andries Jonker (t.h.) var brágðabirgðastjóri Bayern München árið 2011 eftir að Louis Van Gaal var rekinn.
Andries Jonker (t.h.) var brágðabirgðastjóri Bayern München árið 2011 eftir að Louis Van Gaal var rekinn. Getty Images

Andries Jonker var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hann gerði samning við hollenska knattspyrnusambandið til þriggja ára.

Jonker tekur við liðinu af Mark Parsons sem var rekinn eftir slæmt gengi Hollands á EM í Englandi í sumar.

Fyrsta verkefni Jonker verður vináttuleikur gegn Skotlandi 2. september en svo tekur við leikurinn mikilvægi milli Hollands og Íslands þann 6. september, þar sem sigurvegarinn fer langleiðina að tryggja sér sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

„Við höfum háleit markmið ásamt gífurlegum gæðum og hæfileikum sem við munum byggja á fyrir HM 2023. Það er frábært að fá tækifæri að leiða liðið í gegnum þetta verkefni,“ sagði Jonker eftir ráðninguna. 

Jonker stýrði síðast Telstar í Hollandi en hann hefur meðal annars starfað hjá Wolfsburg, Barcelona og Bayern München á 34 ára löngum þjálfaraferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×