Veitt voru verðlaun fyrir bestu leikmenn ársins bæði í karla- og kvennaflokkki, ásamt því að þjálfarar ársins voru tilkynntir.
Sigurvegararnir koma kannski fáum á óvart, en í karlaflokki var það Frakkinn Karim Benzema, framherji Real Madrid, sem var valinn leikmaður ársins. Benzema var valinn leikmaður ársins í Meistaradeild Evrópu á seinasta tímabili er Real Madrid fagnaði sigri í keppninni, ásamt því að eiga frábært tímabil heimafyrir þar sem Madrídingar tryggðu sér spænska meistaratitilinn.
🏆 A 5th #UCL title & top scorer with 15 goals.
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022
Bravo, Karim Benzema 👏👏👏#UEFAawards || #UCLdraw pic.twitter.com/mKERLBCoTp
Ásamt Benzema voru þeir Thibaut Courtois (Real Madrid) og Kevin de Bruyne (Manchester City) tilnefndir til verðlaunanna.
Valið um þjálfara ársins stóð á milli Carlo Ancelotti (Real Madrid), Pep Guardiola (Manchester City) og Jürgen Klopp (Liverpool), en það var sigurvegari Meistaradeildarinnar, Carlo Ancelotti, sem hlaut verðlaunin.
Í kvennaflokki var það kunnulegt nafn sem var valin leikmaður ársins, en það var hin spænska Alexia Putellas, leikmaður Barcelona, sem hlaut verðlaunin annað árið í röð. Sarina Weigman var valin þjálfari ársins í kvennaflokki, en hún gerði Englendinga að Evrópumeisturum fyrr í sumar eins og frægt er orðið.