„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 23:00 Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna ræddu um erfiðan leik Aftureldingar gegn Stjörnunni. Vísir/Stöð 2 Sport „Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. „Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding
Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira