Á undan Íslandi í keppni með stóru strákunum þó að engin deild sé í landinu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 07:32 Dario Ulrich fagnar marki sínu gegn Rapid Vín sem reyndist duga til að koma Vaduz í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. EPA/GIAN EHRENZELLER Tvær þjóðir, Liechtenstein og Kósovó, eignuðust í gær fulltrúa í riðlakeppni einnar af Evrópukeppnunum þremur í fótbolta karla í fyrsta sinn. Samt er engin deildakeppni fyrir lið í Liechtenstein. Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Þjóðirnar tvær voru því á undan Íslendingum að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða karla en fulltrúar þeirra eru Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Það sem gerir árangur Vaduz sérstaklega áhugaverðan er ekki bara það að íbúafjöldinn í Liechtenstein er svipaður og í Kópavogi. Liðið spilar nefnilega í B-deild. Já, þar sem að ekki er deildakeppni í Liechtenstein þá spilar Vaduz í Sviss og er þar í 9. sæti næstefstu deildar. Samt tókst liðinu að slá út þrjá andstæðinga í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og komast í riðlakeppnina. HISTORY! VADUZ BECOME THE FIRST LIECHTENSTEIN CLUB TO REACH THE EUROPEAN GROUP STAGES!The only UEFA member so small it doesn't have its own league completes a fairytale run to the Conference League!We will have a second-division club in continental competition this season! pic.twitter.com/LhA8uGqNFJ— The Sweeper (@SweeperPod) August 25, 2022 Vaduz er hálfpartinn í áskrift að sæti í undankeppnum Evrópukeppna því liðið kemst þangað með því að verða bikarmeistari í Liechtenstein, samhliða því að spila í svissnesku deildakeppninni eins og hin liðin sem leika í bikarkeppninni í Liechtenstein. Liðið lagði engin smálið að velli í sumar. Það byrjaði á að slá út Koper frá Slóveníu og svo Konyaspor frá Tyrklandi, og fullkomnaði svo árangur sinn með því að vinna granna sína frá Austurríki, Rapid Vín, samtals 2-1, eftir 1-0 útisigur í Austurríki í gær. Vaduz og Ballkani verða því með í dag þegar dregið verður í riðla Sambandsdeildar Evrópu og gætu mætt liðum á borð við West Ham, Villarreal og Fiorentina, svo einhver séu nefnd.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Liechtenstein Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira