Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 08:56 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sagt er frá skipun Hörpu á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þar segir að Harpa hafi starfað við íslensk og erlend söfn í rúm tuttugu ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. „Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að miðla listaverkasafninu með stafrænum hætti. Skerpt hefur verið á menntunarhlutverki safnsins og yngstu gestirnir settir í forgang. Undir stjórn Hörpu eru metnaðarfull verkefni hafin sem munu stuðla að aukinni þekkingu á myndlist og íslenskri sögu og á sama tíma hefur Listasafn Íslands vaxið og starfsemi þess verið til fyrirmyndar. Harpa er fædd árið 1972. Að loknu stúdentsprófi nam hún við fornleifafræði- og listasögudeild Sorbonne háskóla í París þar sem hún lagði stund á listasögu frá tímum frumkristni og lauk Maîtrise gráðu árið 1998. Árið 2016 lauk hún námi í breytingastjórnun fyrir safnstjórnendur við Getty Leadership Institute í Claremont Graduate University í Kaliforníu. Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar í Frakklandi. Þar vann hún m.a. að fornleifakönnunum og skráningum. Hún var ráðin verkefnisstjóri menningarsamskipta við Ísland í Charente-Maritime héraði til ársins 2002 þegar hún var ráðin deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands. Árið 2008 var Harpa ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ þar sem hún vann að flutningi safnsins og opnun á Garðatorgi ásamt uppbyggingu safnastarfsemi þess, þar til hún var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands 2017. Harpa hefur gegnt trúnaðar- og félagsstörfum; setið í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og situr nú í stjórn Norræna Vatnslitasafnsins í Svíþjóð og í fulltrúaráði Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Með tilliti til farsællar stjórnunarreynslu, víðtækra starfa innan safnageirans og góðrar þekkingar á málefnum Þjóðminjasafnsins, hefur menningar- og viðskiptaráðherra ákveðið að nýta heimild í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að flytja embættismann milli stofnana og skipa Hörpu þjóðminjavörð Þjóðminjasafns Íslands. Mun reynsla hennar nýtast til að taka við Þjóðminjasafni Íslands, höfuðsafni íslenska ríkisins á sviði menningarminja,“ segir á vef ráðuneytisins.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Vistaskipti Fornminjar Söfn Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21