Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 17:42 Ríkissaksóknari hefur ekki tjáð sig um ummæli Helga Magnúsar þar til nú. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“ Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“
Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49