Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur útlimi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:50 Sveinn Sölvason forstjóri Össurar segir verkefni á borð við það í Úkraínu hafa gríðarleg áhrif á líf fólks. Vísir/Getty Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Styrkurinn nemur 30 milljónum íslenskra króna og mun Össur nýta hann til að útvega Úkraínumönnum í neyð nauðsynleg stoðtæki. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið auk þess þjálfað úkraínska sérfræðinga í stoðtækjafræðum svo hægt sé að fylgja málinu vel eftir og lagt til talsvert fjármagn, svo heildarframleiðnin nemur um 100 milljónum króna. „Það sem er mikilvægt í þessu er að búa til einhvers konar varanlega lausn fyrir einstaklinga. Það er ekki nóg að gefa vörurnar, það þarf að vera þjónusta, það þurfa að vera sérfræðinga [til staðar] til að hjálpa þessum einstaklingum að komast af stað og viðhalda gerviútlimnum,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar í Bítinu á Bylgjunni. Össur hafi nú þjálfað tíu úkraínska sérfræðinga til að aðstoða Úkraínumenn sem misst hafa útlimi og búið er að byggja fætur fyrir tíu einstaklinga en margir bíði enn. „Varlega áætlað eru þetta í kring um þúsund manns í Úkraínu [sem bíða]. Bæði hermenn og almennir borgarar sem hafa lent í að missa annað hvort fót eða hendi og þetta er okkar markmið. Við viljum leggja okkar af mörkum í að lina þjáningar þessa fólks með því að koma til móts við þessa einstaklinga með varanlegri lausn,“ segir Sveinn. Bað kærustunnar á sjúkrabekknum Hann segir þessa þjónustu hafa gríðarleg áhrif á fólk, líkamleg en ekki síst andleg. „Við vorum að þjálfa úkraínska stoðtækjasérfræðinga í Noregi og fengum hermann frá Úkraínu sem hafði misst fótinn til þess að fá lausn. Kærastan hans kom með honum og hann varð svo ótrúlega glaður að fá þessa nýju lausn og gleðin var svo mikil að hann bað kærustunnar sinnar þarna á sjúkrastofunni í Osló. Þannig að það sem við gerum hefur almennt mikil áhrif á líf fólks og það er stór hluti af fyrirtækinu og er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Verkefnið sé stórt en hluta af nýjum gerviútlim þurfi að sérsníða fyrir hvern einstakling. „Stúfurinn er misjafn í stærð og lögun fyrir hvern einasta einstakling og það þarf að sérsmíða þann hluta. Þar býr Össur yfir sérstakri tækni, sem eina fyrirtækið á markaðnum sem er í stakk búið til að búa til þennan sérsmíðaða hluta á mjög skilvirkan og einfaldan hátt,“ segir Sveinn. Þessi tækni geri Össuri kleift að smíða nýjan sérsniðinn útlim á aðeins tveimur til þremur klukkustundum. „Þessi tækni er einstök og gerir okkur kleift að sinna verkefnum eins og þessu í Úkraínu.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Össur Tengdar fréttir Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03
Ytri aðstæður haft áhrif á afkomu Össurar Össur hagnaðist um fjórtán milljónir bandaríkjadala eða 1,9 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða átta prósent af veltu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður nítján milljónir dala og lækkar því um 26 prósent milli ára. 21. júlí 2022 07:36