Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. ágúst 2022 20:25 Gazprom bygging í Sankti Pétursborg. Mynd tengist efni fréttar ekki beint. EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. Viðgerða á túrbínu var kennt um tafir á gasflæði til Þýskalands í júlí en miklar deilur spunnust út frá viðgerðunum. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskiy sakaði yfirvöld Kanada sem vildu skila túrbínunni til Rússa eftir viðgerðir, um það að gera lítið úr refsiaðgerðum gagnvart Rússum vegna stríðsins í Úkraínu. Túrbínan flýtti flæði á gasi í gegnum leiðsluna. Árlegar viðgerðir á leiðslunni sjálfri voru gerðar undir lok júlí en leiðslunni var lokað á meðan. Óttast var að Pútín Rússlandsforseti myndi nota lokunina til þess að refsa Evrópulöndum fyrir mótmæli þeirra gegn innrás Rússlands í Úkraínu. Á endanum skrúfuðu Rússar frá gasinu þann 21. júlí síðastliðinn eftir tíu daga lokun en á meðan lokuninni stóð hafði framkvæmdastjórn ESB hvatt aðildarríki til samdráttar í gasnotkun um fimmtán prósent. Ljóst var að möguleiki væri á því að Evrópa myndi ekki eiga nóg gas fyrir veturinn. Gazprom tilkynnti svo stuttu eftir að gasflæði um leiðsluna hófst aftur að flæðið yrði minnkað enn frekar eða niður í tuttugu prósent. Þann 3. ágúst síðastliðinn virtist ljóst að túrbínan sem flýtti fyrir flæði á gasi um leiðsluna væri tilbúin til flutnings til Rússlands. Samkvæmt Reuters liggur lokun á leiðslunni aftur fyrir en í þrjá daga í þetta sinn, ástæða lokunarinnar sé sögð vera viðhald en Evrópskir orkumálaráðherrar muni funda þann 9. september næstkomandi vegna málsins. Sem dæmi um spennuna sem ríkir vegna málsins má nefna að orkumálaráðherra Frakklands sakaði Rússland um að nota flæði á gasi til Evrópu sem stríðsvopn en það hefur Úkraínuforseti einnig gert. Miðillinn hefur einnig eftir talsmanni Kreml að það eina sem standi í vegi fyrir gasflæði í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna séu refsiaðgerðir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi. Evrópusambandið Úkraína Rússland Frakkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Orkumál Tengdar fréttir Kanada skili rússneskri túrbínu til Þýskalands Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu hefur sagt upp sendiherrum landsins í Þýskalandi, Indlandi, Tékklandi, Noregi og Ungverjalandi í skugga deila við Þýskaland. 9. júlí 2022 23:04 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Íbúar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi. 28. júlí 2022 18:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Viðgerða á túrbínu var kennt um tafir á gasflæði til Þýskalands í júlí en miklar deilur spunnust út frá viðgerðunum. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskiy sakaði yfirvöld Kanada sem vildu skila túrbínunni til Rússa eftir viðgerðir, um það að gera lítið úr refsiaðgerðum gagnvart Rússum vegna stríðsins í Úkraínu. Túrbínan flýtti flæði á gasi í gegnum leiðsluna. Árlegar viðgerðir á leiðslunni sjálfri voru gerðar undir lok júlí en leiðslunni var lokað á meðan. Óttast var að Pútín Rússlandsforseti myndi nota lokunina til þess að refsa Evrópulöndum fyrir mótmæli þeirra gegn innrás Rússlands í Úkraínu. Á endanum skrúfuðu Rússar frá gasinu þann 21. júlí síðastliðinn eftir tíu daga lokun en á meðan lokuninni stóð hafði framkvæmdastjórn ESB hvatt aðildarríki til samdráttar í gasnotkun um fimmtán prósent. Ljóst var að möguleiki væri á því að Evrópa myndi ekki eiga nóg gas fyrir veturinn. Gazprom tilkynnti svo stuttu eftir að gasflæði um leiðsluna hófst aftur að flæðið yrði minnkað enn frekar eða niður í tuttugu prósent. Þann 3. ágúst síðastliðinn virtist ljóst að túrbínan sem flýtti fyrir flæði á gasi um leiðsluna væri tilbúin til flutnings til Rússlands. Samkvæmt Reuters liggur lokun á leiðslunni aftur fyrir en í þrjá daga í þetta sinn, ástæða lokunarinnar sé sögð vera viðhald en Evrópskir orkumálaráðherrar muni funda þann 9. september næstkomandi vegna málsins. Sem dæmi um spennuna sem ríkir vegna málsins má nefna að orkumálaráðherra Frakklands sakaði Rússland um að nota flæði á gasi til Evrópu sem stríðsvopn en það hefur Úkraínuforseti einnig gert. Miðillinn hefur einnig eftir talsmanni Kreml að það eina sem standi í vegi fyrir gasflæði í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna séu refsiaðgerðir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi.
Evrópusambandið Úkraína Rússland Frakkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Orkumál Tengdar fréttir Kanada skili rússneskri túrbínu til Þýskalands Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu hefur sagt upp sendiherrum landsins í Þýskalandi, Indlandi, Tékklandi, Noregi og Ungverjalandi í skugga deila við Þýskaland. 9. júlí 2022 23:04 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Íbúar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi. 28. júlí 2022 18:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kanada skili rússneskri túrbínu til Þýskalands Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu hefur sagt upp sendiherrum landsins í Þýskalandi, Indlandi, Tékklandi, Noregi og Ungverjalandi í skugga deila við Þýskaland. 9. júlí 2022 23:04
Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06
Íbúar fari í kaldar sturtur til þess að spara gas Stjórnvöld í þýsku borginni Hannover hafa skrúfað fyrir heitt vatn í byggingum sem opnar eru almenningi til þess að spara gas en Þjóðverjar hafa kvartað yfir skertu flæði á gasi frá Rússlandi. 28. júlí 2022 18:43