NASA reynir aftur á laugardag Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 16:41 Artemis I á skotpalli í Flórída. Eftir misheppnaða tilraun á mánudaginn stendur til að skjóta eldflauginni og geimfarinu á loft á laugardaginn. NASA/Bill Ingalls Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira
Til stóð að skjóta Orion-geimfari á leið til tunglsins með Space Launch System-eldflaug frá Flórída í Bandaríkjunum og verður reynt aftur um helgina. Í yfirlýsingu á vef NASA, sem birt var í gærkvöldi, segir að skotglugginn svokallaði muni opnast klukkan 18:17 á laugardagsmorgun, að íslenskum tíma, og vera opinn í um tvo tíma. Veðurfræðingar segja að aðstæður verði líklegast hagstæðar fyrir geimskot. Fram að þeim tíma munu starfsmenn NASA vinna að því að laga það sem kom í veg fyrir geimskotið á mánudaginn. Það helsta var að ekki gekk að kæla einn af fjórum stærstu hreyflum SLS nægilega fyrir geimskotið en vetnisleiki greindist einnig við tilraunina á mánudaginn og á að bæta hann fyrir laugardaginn. Sjá einnig: Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður.
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Sjá meira